Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. maí 2025 12:30 „Höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar, sem Drottinn Guð hafði gjört. Og hann mælti við konuna: Er það satt, að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum? Þá sagði konan við höggorminn: Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja. Þá sagði höggormurinn við konuna: Vissulega munuð þið ekki deyja!En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar upp ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.” Svo stendur í fyrstu Mósebók, þriðja kafla í heilagri ritningu. Sagan um fall mannsins og erfðasyndina hefur verið mér sérstaklega hugleikin undanfarið á tímum hraðra tækniframfara og aukinnar grimmdar á alþjóðavettvangi. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, prédikaði ítarlega og af miklu innsæi um sköpunarsöguna þegar hann var erkibiskup í München á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann benti á að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita tilvist Guðs heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða - höggormurinn hefði sáð fræjum efans um það hvort boðorð Drottins takmörkuðu ekki frelsi mannsins um of og þar með lagt grunninn að þeirri hugmynd að manninum væri best borgið án allra takmarkana. Ratzinger tengdi þessa hugmynd fyrst og fremst við tvo þætti í samtíma sínum, fagurfræði og tækni: „Hvað má list gera? Svarið virðist einfalt. Hún má gera allt sem hún getur gert. Hún þarfnast aðeins einnar reglu - listrænna hæfileika. Listin getur aðeins gert ein mistök - listræn mistök þ.e vanhæfni. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að það sé hvorki til góð né slæm list, aðeins vel eða illa skrifaðar bækur, aðeins vel- eða illa framleiddar kvikmyndir og svo framvegis Hið góða eða hið siðferðislega rétta skiptir engu máli lengur - aðeins hvers listin er megnug. Listin snýst eingöngu um færni. Þeir sem samþykkja þetta, þeir samþykkja að það sé til kimi mannlegrar tilvistar þar sem menn geta virt takmörk sín að vettugi og af því má draga þá ályktun að menn séu fyrst og fremst dæmdir eftir hæfileikum sínum. Það sem þeir mega gera, það munu þeir gera. Mikilvægi þessarar hugmyndar er töluvert augljósari í dag þegar kemur að seinni þættinum, tækninni. En hún er þó bara önnur hlið á sömu hugmynd og sama raunveruleika. Á forngrísku þýðir orðið techne þýðir bæði list og tækni og því má hæglega segja að sama hugmynd eigi við þar þ.e hugmyndin um að „geta eitthvað”. Þess vegna verðum við að spyrja okkur sömu spurningar. Hvað getur tæknin leyft sér að gera?” Ratzinger heldur áfram og bendir á að þessi óheflaði andi hafi ríkt bæði í Manhattanverkefni Oppenheimers og í útrýmingarbúðunum í Auschwitz en yfirmaður útrýmingarbúðanna, Rudolf Höss, mun aðallega hafa litið á rekstur þeirra sem tæknilegt vandamál til að leysa. Höss lýsti flutningum á fólki, gasklefunum, brennsluofnunum og áætlunum öllum í dagbók sinni sem ótrúlegu verkfræðilegu afreki og réttlæti útrýmingarbúðinar fyrst og fremst með því hversu stórkostlegar þær væru. Lífi Höss, ofangreindum hugmyndum og afleiðingum þeirra eru gerð ótrúleg skil í Óskarsverðlaunamynd Jonathan Glazer „The Zone of Interest” en hann náði, öðrum leikstjórum fremur, að nýta sér tæknilega færni sína til að segja okkur mikilvæga sögu úr fortíðinni og samtímanum á afar framúrstefnulegan hátt. Glazer sem er breskur gyðingur nýtti tækifærið til að staðfesta erindi myndarinna við samtímann þegar hann tók við verðlaununum en hann harmaði bæði hina hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael sem og hin ofsafengnu viðbrögð við henni: „Allar ákvarðanir okkar við gerð myndarinnar voru gerðar til að ögra okkur í samtímanum - ekki til að segja „Sjáið hvað við gerðum þá”, heldur til að segja “Sjáið hvað við gerum nú.” Glazer varaði jafnframt við því að minningu Helfararinnar væri stolið til að réttlæta aðra glæpi. Í upphaf umræddra árása Ísraelsmanna á Gaza fyrir rúmum tveimur árum bárust fréttir af þvi að her þeirra nýtti sér háþróaða gervigreind til að mæla með skotmörkum. Yfirmenn innan Ísraelshers stærðu sig af því að vélin hefði strax reiknað út tólf þúsund vænleg skotmörk og myndi gera þeim kleift að sprengja 100 skotmörk á dag í stað aðeins um 50 á ári. Skotmörkin áttu fyrst og fremst að vera heimili manna sem voru grunaðir um að vera meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Hamas eða Hezbollah en ónefndur meðlimur IDF steig fram í viðtali við The Guardianog benti á að aðgerðir Ísraelsmanna væru ekki aðeins víðtækari en nokkru sinni áður heldur einnig framkvæmdar með minna tilliti til mannfalls almennra borgara. Hann sagði jafnframt að það væri tæknin sem gerði þeim kleift að leggjast í svo miklar aðgerðir því gervigreindin gæfi þeim nánast ótakmörkuð skotmörk til að ráðast á. Ísraelsmenn nefndu vélina „Fagnaðarerindið” en það má segja að nafnið sé í meira lagi táknrænt fyrir þann anda sem ríkir innan Ísraelsríkis. Í dag, rúmur tveimur árum eftir að fyrstu fréttir bárust af hinu svokallaða fagnaðarerindi Ísraelsmanna liggur Gaza í rúst, tugþúsundir liggja í valnum, konur og börn eru svelt viljandi og Ísraelsmenn hafa lýst því yfir þeir ætli sér allsherjaryfirráð á svæðinu. Þessar aðgerðir eru réttlætar sem svar við hryðjuverkaárásum og gíslatöku en það sér hver maður að þær eru svo yfirgengilegar að það býr eitthvað annað og meira að baki. Hugmyndin að menn megi það sem þeir eru færir um. Hið elsta og áhrifamesta fólskubragð djöfulsins - lygin um að allt það sem sé mögulegt sé réttlætanlegt. Síðustu vikur höfum við í kaþólsku kirkjunni syrgt hans heilagleika Frans Páfa. Hann talaði alla tíð gegn stríði og af sérstökum krafti gegn núverandi stríðsglæpum Ísraelsmanna. Hann hvatti okkur fram á síðustu stund til þess að gleyma ekki Gaza en eitt hans síðasta verk var að fyrirskipa að páfabifreiðinni sjálfri yrði breytt í fullbúna heilsugæslu fyrir börnin þar. Bíll föður okkar er því á leið yfir Miðjarðarhafið og Frans heldur áfram að þjóna þeim sem minnst mega sín að handan. Að minnsta kosti þar til guðspjall Ísraelsmanna metur bílinn sem vænlegt skotmark og sprengir hann í tætlur. Þann áttunda maí síðastliðinn steig arftaki Frans páfa, hinn bandaríski Robert Francis Prevost fram á svalirnar á Péturskirkjunni í Róm við mikinn fögnuð viðstaddra. Eitt það fyrsta sem hann gerði var að kalla eftir friði í heiminum og tilkynna okkur öllum að illskan myndi ekki sigra. Þar á hann auðvitað við alla þá mögulega illsku sem ásækir hjörtu mannanna en eitt atriði var öðru fremur eftirtektavert - nafnið sem hann valdi sér - Leó XIV. Menn um víða veröld hlupu auðvitað af stað og fóru að velta fyrir sér öllum mögulegum ástæðum valsins en Leó sjálfur ákvað þó að útskýra nafnið daginn eftir er hann sat fyrir fundi með kardínálum sínum: „Ég valdi mér nafnið Leó XIV. Að baki því liggja margar mismunandi ástæður en það var fyrst og fremst vegna þessa að Leó XIII páfi fjallaði ítarlega um félagsleg áhrif iðnbyltingarinnar og æskileg viðbrögð við þeim í alfræðiriti sínu Rerum Novarum. Í dag býður Kirkjan öllum sem vilja fjársjóð félagslegra kennisetninga sinna sem svar við hinni nýju iðnbyltingu - þróun gervigreindar og þeim áskorunum sem henni fylgja og þá sérstaklega varðandi mannhelgi, réttlæti og atvinnu.” Með öðrum orðum - Rómarljónið hyggst leggjast af öllu afli gegn illsku hins mögulega. Það er fagnaðarefni enda munu næstu ár og áratugir reyna á þolmörk mennskunnar sem aldrei fyrr og mesta hættan af öllum er sú að við glötum okkur í hyldýpi tækninnar. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar, sem Drottinn Guð hafði gjört. Og hann mælti við konuna: Er það satt, að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum? Þá sagði konan við höggorminn: Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja. Þá sagði höggormurinn við konuna: Vissulega munuð þið ekki deyja!En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar upp ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.” Svo stendur í fyrstu Mósebók, þriðja kafla í heilagri ritningu. Sagan um fall mannsins og erfðasyndina hefur verið mér sérstaklega hugleikin undanfarið á tímum hraðra tækniframfara og aukinnar grimmdar á alþjóðavettvangi. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, prédikaði ítarlega og af miklu innsæi um sköpunarsöguna þegar hann var erkibiskup í München á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann benti á að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita tilvist Guðs heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða - höggormurinn hefði sáð fræjum efans um það hvort boðorð Drottins takmörkuðu ekki frelsi mannsins um of og þar með lagt grunninn að þeirri hugmynd að manninum væri best borgið án allra takmarkana. Ratzinger tengdi þessa hugmynd fyrst og fremst við tvo þætti í samtíma sínum, fagurfræði og tækni: „Hvað má list gera? Svarið virðist einfalt. Hún má gera allt sem hún getur gert. Hún þarfnast aðeins einnar reglu - listrænna hæfileika. Listin getur aðeins gert ein mistök - listræn mistök þ.e vanhæfni. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að það sé hvorki til góð né slæm list, aðeins vel eða illa skrifaðar bækur, aðeins vel- eða illa framleiddar kvikmyndir og svo framvegis Hið góða eða hið siðferðislega rétta skiptir engu máli lengur - aðeins hvers listin er megnug. Listin snýst eingöngu um færni. Þeir sem samþykkja þetta, þeir samþykkja að það sé til kimi mannlegrar tilvistar þar sem menn geta virt takmörk sín að vettugi og af því má draga þá ályktun að menn séu fyrst og fremst dæmdir eftir hæfileikum sínum. Það sem þeir mega gera, það munu þeir gera. Mikilvægi þessarar hugmyndar er töluvert augljósari í dag þegar kemur að seinni þættinum, tækninni. En hún er þó bara önnur hlið á sömu hugmynd og sama raunveruleika. Á forngrísku þýðir orðið techne þýðir bæði list og tækni og því má hæglega segja að sama hugmynd eigi við þar þ.e hugmyndin um að „geta eitthvað”. Þess vegna verðum við að spyrja okkur sömu spurningar. Hvað getur tæknin leyft sér að gera?” Ratzinger heldur áfram og bendir á að þessi óheflaði andi hafi ríkt bæði í Manhattanverkefni Oppenheimers og í útrýmingarbúðunum í Auschwitz en yfirmaður útrýmingarbúðanna, Rudolf Höss, mun aðallega hafa litið á rekstur þeirra sem tæknilegt vandamál til að leysa. Höss lýsti flutningum á fólki, gasklefunum, brennsluofnunum og áætlunum öllum í dagbók sinni sem ótrúlegu verkfræðilegu afreki og réttlæti útrýmingarbúðinar fyrst og fremst með því hversu stórkostlegar þær væru. Lífi Höss, ofangreindum hugmyndum og afleiðingum þeirra eru gerð ótrúleg skil í Óskarsverðlaunamynd Jonathan Glazer „The Zone of Interest” en hann náði, öðrum leikstjórum fremur, að nýta sér tæknilega færni sína til að segja okkur mikilvæga sögu úr fortíðinni og samtímanum á afar framúrstefnulegan hátt. Glazer sem er breskur gyðingur nýtti tækifærið til að staðfesta erindi myndarinna við samtímann þegar hann tók við verðlaununum en hann harmaði bæði hina hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael sem og hin ofsafengnu viðbrögð við henni: „Allar ákvarðanir okkar við gerð myndarinnar voru gerðar til að ögra okkur í samtímanum - ekki til að segja „Sjáið hvað við gerðum þá”, heldur til að segja “Sjáið hvað við gerum nú.” Glazer varaði jafnframt við því að minningu Helfararinnar væri stolið til að réttlæta aðra glæpi. Í upphaf umræddra árása Ísraelsmanna á Gaza fyrir rúmum tveimur árum bárust fréttir af þvi að her þeirra nýtti sér háþróaða gervigreind til að mæla með skotmörkum. Yfirmenn innan Ísraelshers stærðu sig af því að vélin hefði strax reiknað út tólf þúsund vænleg skotmörk og myndi gera þeim kleift að sprengja 100 skotmörk á dag í stað aðeins um 50 á ári. Skotmörkin áttu fyrst og fremst að vera heimili manna sem voru grunaðir um að vera meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Hamas eða Hezbollah en ónefndur meðlimur IDF steig fram í viðtali við The Guardianog benti á að aðgerðir Ísraelsmanna væru ekki aðeins víðtækari en nokkru sinni áður heldur einnig framkvæmdar með minna tilliti til mannfalls almennra borgara. Hann sagði jafnframt að það væri tæknin sem gerði þeim kleift að leggjast í svo miklar aðgerðir því gervigreindin gæfi þeim nánast ótakmörkuð skotmörk til að ráðast á. Ísraelsmenn nefndu vélina „Fagnaðarerindið” en það má segja að nafnið sé í meira lagi táknrænt fyrir þann anda sem ríkir innan Ísraelsríkis. Í dag, rúmur tveimur árum eftir að fyrstu fréttir bárust af hinu svokallaða fagnaðarerindi Ísraelsmanna liggur Gaza í rúst, tugþúsundir liggja í valnum, konur og börn eru svelt viljandi og Ísraelsmenn hafa lýst því yfir þeir ætli sér allsherjaryfirráð á svæðinu. Þessar aðgerðir eru réttlætar sem svar við hryðjuverkaárásum og gíslatöku en það sér hver maður að þær eru svo yfirgengilegar að það býr eitthvað annað og meira að baki. Hugmyndin að menn megi það sem þeir eru færir um. Hið elsta og áhrifamesta fólskubragð djöfulsins - lygin um að allt það sem sé mögulegt sé réttlætanlegt. Síðustu vikur höfum við í kaþólsku kirkjunni syrgt hans heilagleika Frans Páfa. Hann talaði alla tíð gegn stríði og af sérstökum krafti gegn núverandi stríðsglæpum Ísraelsmanna. Hann hvatti okkur fram á síðustu stund til þess að gleyma ekki Gaza en eitt hans síðasta verk var að fyrirskipa að páfabifreiðinni sjálfri yrði breytt í fullbúna heilsugæslu fyrir börnin þar. Bíll föður okkar er því á leið yfir Miðjarðarhafið og Frans heldur áfram að þjóna þeim sem minnst mega sín að handan. Að minnsta kosti þar til guðspjall Ísraelsmanna metur bílinn sem vænlegt skotmark og sprengir hann í tætlur. Þann áttunda maí síðastliðinn steig arftaki Frans páfa, hinn bandaríski Robert Francis Prevost fram á svalirnar á Péturskirkjunni í Róm við mikinn fögnuð viðstaddra. Eitt það fyrsta sem hann gerði var að kalla eftir friði í heiminum og tilkynna okkur öllum að illskan myndi ekki sigra. Þar á hann auðvitað við alla þá mögulega illsku sem ásækir hjörtu mannanna en eitt atriði var öðru fremur eftirtektavert - nafnið sem hann valdi sér - Leó XIV. Menn um víða veröld hlupu auðvitað af stað og fóru að velta fyrir sér öllum mögulegum ástæðum valsins en Leó sjálfur ákvað þó að útskýra nafnið daginn eftir er hann sat fyrir fundi með kardínálum sínum: „Ég valdi mér nafnið Leó XIV. Að baki því liggja margar mismunandi ástæður en það var fyrst og fremst vegna þessa að Leó XIII páfi fjallaði ítarlega um félagsleg áhrif iðnbyltingarinnar og æskileg viðbrögð við þeim í alfræðiriti sínu Rerum Novarum. Í dag býður Kirkjan öllum sem vilja fjársjóð félagslegra kennisetninga sinna sem svar við hinni nýju iðnbyltingu - þróun gervigreindar og þeim áskorunum sem henni fylgja og þá sérstaklega varðandi mannhelgi, réttlæti og atvinnu.” Með öðrum orðum - Rómarljónið hyggst leggjast af öllu afli gegn illsku hins mögulega. Það er fagnaðarefni enda munu næstu ár og áratugir reyna á þolmörk mennskunnar sem aldrei fyrr og mesta hættan af öllum er sú að við glötum okkur í hyldýpi tækninnar. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun