Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2025 13:17 Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit. Gert er ráð fyrir því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Forstjóri segir núverandi ástand á byggingamarkaði óásættanlegt. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum hér á landi. Hermann Jónasson forstjóri stofnunarinnar segir að það sé óásættanlegt hve algengir byggingargallar séu í nýbyggingum hérlendis sem leiði til raka -og mygluvandræða. Að mati Hermanns er núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits fullreynt. „Það er okkar skoðun að nú sé ekki lengur hægt að bíða og þess vegna leggjum við til þessar mjög svo skýru tillögur sem ganga út á það að taka upp óháð ytra eftirlit með mannvirkjagerð, taka upp byggingatryggingu fyrir neytendur og leggja samhliða niður byggingastjórakerfið og starfsábyrgðatryggingar byggingarstjóra og hönnuða.“ Með þessu telji stofnunin að starfsumhverfi í byggingariðnaðinum batni, stuðlað sé að bættri mannvirkjagerð, stjórnsýslan sé einfölduð og neytendavernd kaupenda nýbygginga aukin. Að sögn Hermanns er sérstök byggingargallatrygging að danskri fyrirmynd. Gert sé ráð fyrir að hún gildi í tíu ár frá því að íbúð sé tekin í notkun. Stofnunin leggur til að breytingarnar verði innleiddar í tveimur skrefum, byrjað verði á breyttu fyrirkomulagi byggingareftirlits og í kjölfar þess tekið upp nýtt fyrirkomulag trygginga. „Það er gert ráð fyrir því að það verði óháðar sérhæfðar skoðunarstofur á markaði sem muni sinna þessu eftirliti í umboði HMS. Fyrirmyndin er þekkt, það eru starfandi skoðunarstofur á Íslandi sem sinna meðal annars rafmagnseftirliti fyrir HMS, eftirliti með vörum, þannig við erum að fara leið sem við höfum reynslu af og teljum mjög góða.“ Tillögurnar eru lagðar fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Hermann segir með þessu yrði auðveldara fyrir eigendur nýbygginga að sækja rétt sinn komi upp leki eða aðrar skemmdir. „Sérstaklega fyrir neytendur og svo munu bara iðnaðurinn og iðnaðarmenn eða fagmenn eiga samtal um sína réttarstöðu, fyrirtæki að eiga við fyrirtæki í stað þess að neytandi þurfi að leita eftir bótum til verkeigenda eða iðnmeistara, hönnuða, byggingarstjóra og svo framvegis.“ Tilkynning frá HMS um málið: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum hér á landi. Tillögurnar eru settar fram í nýjum Vegvísi HMS að breyttu byggingareftirliti. Byggingargallar sem leiða til raka- og mygluvandamála í nýlegu íbúðarhúsnæði, skrifstofubyggingum og öðrum mannvirkjum eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Núverandi fyrirkomulagi byggingareftirlits er ætlað að lágmarka galla en virkni eftirlitsins hefur reynst vera takmörkuð. Ný úttekt HMS úr Mannvirkjaskrá sýnir að á nýframkvæmdum sem hófust á árinu 2023 er yfir 70% útgefinna byggingarleyfa þar sem skil áfangaúttekta er verulega ábótavant. Sama gildir um stöðuskoðanir byggingarfulltrúa. Afleiðingar byggingargalla geta verið mjög slæmar fyrir heilsu fólks og fjárhag. Neytendur sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón og rekstur stofnana og fyrirtækja getur raskast verulega vegna slíkra mála. Að mati HMS er núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits fullreynt og tími til kominn að bregðast við. Í vegvísinum er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Þá verði núverandi starfsábyrgðatryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós. Tillögurnar eru lagðar fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Gert er ráð fyrir að byggingargallatryggingin verði bundin við íbúðarhúsnæði og gildi í 10 ár frá því að íbúð er tekin í notkun. Með henni verði tryggð ábyrgð verkeiganda gagnvart endanlegum kaupanda. Hönnuðir og iðnmeistarar beri áfram ábyrgð á sínum verkum gagnvart verkeiganda samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Gert er ráð fyrir að innleiða breytingarnar í tveimur skrefum þar sem byrjað er á breyttu fyrirkomulagi byggingareftirlits og í kjölfar þess tekið upp nýtt fyrirkomulag trygginga. Með áðurnefndum breytingum yrði til sanngjarnara kerfi fyrir þá verkeigendur (verktakar og fjárfestar), iðnmeistara og hönnuði sem standa sig vel og neytendur væru betur varðir. Hagkvæmni og skilvirkni byggingariðnaðarins myndi aukast, hús yrðu vandaðri og kostnaður við byggingu og viðhald húsa lægri til lengri tíma litið. Gert er ráð fyrir að kostnaður af tillögunum verði metinn. Við það mat verður tekið tillit til þess kostnaðar sem fellur niður samhliða þ.e. kostnaðar viðbyggingastjórakerfið og vegna starfsábyrgðatrygginga. Einnig verði metinn þjóðhagslegur ávinningur breytinganna. Miðað við kostnað af byggingargöllum á Norðurlöndum gæti kostnaður vegna byggingargalla á Íslandi numið að minnsta kosti 25 milljörðum króna á ársgrundvelli. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum hér á landi. Hermann Jónasson forstjóri stofnunarinnar segir að það sé óásættanlegt hve algengir byggingargallar séu í nýbyggingum hérlendis sem leiði til raka -og mygluvandræða. Að mati Hermanns er núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits fullreynt. „Það er okkar skoðun að nú sé ekki lengur hægt að bíða og þess vegna leggjum við til þessar mjög svo skýru tillögur sem ganga út á það að taka upp óháð ytra eftirlit með mannvirkjagerð, taka upp byggingatryggingu fyrir neytendur og leggja samhliða niður byggingastjórakerfið og starfsábyrgðatryggingar byggingarstjóra og hönnuða.“ Með þessu telji stofnunin að starfsumhverfi í byggingariðnaðinum batni, stuðlað sé að bættri mannvirkjagerð, stjórnsýslan sé einfölduð og neytendavernd kaupenda nýbygginga aukin. Að sögn Hermanns er sérstök byggingargallatrygging að danskri fyrirmynd. Gert sé ráð fyrir að hún gildi í tíu ár frá því að íbúð sé tekin í notkun. Stofnunin leggur til að breytingarnar verði innleiddar í tveimur skrefum, byrjað verði á breyttu fyrirkomulagi byggingareftirlits og í kjölfar þess tekið upp nýtt fyrirkomulag trygginga. „Það er gert ráð fyrir því að það verði óháðar sérhæfðar skoðunarstofur á markaði sem muni sinna þessu eftirliti í umboði HMS. Fyrirmyndin er þekkt, það eru starfandi skoðunarstofur á Íslandi sem sinna meðal annars rafmagnseftirliti fyrir HMS, eftirliti með vörum, þannig við erum að fara leið sem við höfum reynslu af og teljum mjög góða.“ Tillögurnar eru lagðar fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Hermann segir með þessu yrði auðveldara fyrir eigendur nýbygginga að sækja rétt sinn komi upp leki eða aðrar skemmdir. „Sérstaklega fyrir neytendur og svo munu bara iðnaðurinn og iðnaðarmenn eða fagmenn eiga samtal um sína réttarstöðu, fyrirtæki að eiga við fyrirtæki í stað þess að neytandi þurfi að leita eftir bótum til verkeigenda eða iðnmeistara, hönnuða, byggingarstjóra og svo framvegis.“ Tilkynning frá HMS um málið: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum hér á landi. Tillögurnar eru settar fram í nýjum Vegvísi HMS að breyttu byggingareftirliti. Byggingargallar sem leiða til raka- og mygluvandamála í nýlegu íbúðarhúsnæði, skrifstofubyggingum og öðrum mannvirkjum eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Núverandi fyrirkomulagi byggingareftirlits er ætlað að lágmarka galla en virkni eftirlitsins hefur reynst vera takmörkuð. Ný úttekt HMS úr Mannvirkjaskrá sýnir að á nýframkvæmdum sem hófust á árinu 2023 er yfir 70% útgefinna byggingarleyfa þar sem skil áfangaúttekta er verulega ábótavant. Sama gildir um stöðuskoðanir byggingarfulltrúa. Afleiðingar byggingargalla geta verið mjög slæmar fyrir heilsu fólks og fjárhag. Neytendur sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón og rekstur stofnana og fyrirtækja getur raskast verulega vegna slíkra mála. Að mati HMS er núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits fullreynt og tími til kominn að bregðast við. Í vegvísinum er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Þá verði núverandi starfsábyrgðatryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós. Tillögurnar eru lagðar fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Gert er ráð fyrir að byggingargallatryggingin verði bundin við íbúðarhúsnæði og gildi í 10 ár frá því að íbúð er tekin í notkun. Með henni verði tryggð ábyrgð verkeiganda gagnvart endanlegum kaupanda. Hönnuðir og iðnmeistarar beri áfram ábyrgð á sínum verkum gagnvart verkeiganda samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Gert er ráð fyrir að innleiða breytingarnar í tveimur skrefum þar sem byrjað er á breyttu fyrirkomulagi byggingareftirlits og í kjölfar þess tekið upp nýtt fyrirkomulag trygginga. Með áðurnefndum breytingum yrði til sanngjarnara kerfi fyrir þá verkeigendur (verktakar og fjárfestar), iðnmeistara og hönnuði sem standa sig vel og neytendur væru betur varðir. Hagkvæmni og skilvirkni byggingariðnaðarins myndi aukast, hús yrðu vandaðri og kostnaður við byggingu og viðhald húsa lægri til lengri tíma litið. Gert er ráð fyrir að kostnaður af tillögunum verði metinn. Við það mat verður tekið tillit til þess kostnaðar sem fellur niður samhliða þ.e. kostnaðar viðbyggingastjórakerfið og vegna starfsábyrgðatrygginga. Einnig verði metinn þjóðhagslegur ávinningur breytinganna. Miðað við kostnað af byggingargöllum á Norðurlöndum gæti kostnaður vegna byggingargalla á Íslandi numið að minnsta kosti 25 milljörðum króna á ársgrundvelli.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum hér á landi. Tillögurnar eru settar fram í nýjum Vegvísi HMS að breyttu byggingareftirliti. Byggingargallar sem leiða til raka- og mygluvandamála í nýlegu íbúðarhúsnæði, skrifstofubyggingum og öðrum mannvirkjum eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Núverandi fyrirkomulagi byggingareftirlits er ætlað að lágmarka galla en virkni eftirlitsins hefur reynst vera takmörkuð. Ný úttekt HMS úr Mannvirkjaskrá sýnir að á nýframkvæmdum sem hófust á árinu 2023 er yfir 70% útgefinna byggingarleyfa þar sem skil áfangaúttekta er verulega ábótavant. Sama gildir um stöðuskoðanir byggingarfulltrúa. Afleiðingar byggingargalla geta verið mjög slæmar fyrir heilsu fólks og fjárhag. Neytendur sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón og rekstur stofnana og fyrirtækja getur raskast verulega vegna slíkra mála. Að mati HMS er núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits fullreynt og tími til kominn að bregðast við. Í vegvísinum er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Þá verði núverandi starfsábyrgðatryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós. Tillögurnar eru lagðar fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Gert er ráð fyrir að byggingargallatryggingin verði bundin við íbúðarhúsnæði og gildi í 10 ár frá því að íbúð er tekin í notkun. Með henni verði tryggð ábyrgð verkeiganda gagnvart endanlegum kaupanda. Hönnuðir og iðnmeistarar beri áfram ábyrgð á sínum verkum gagnvart verkeiganda samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Gert er ráð fyrir að innleiða breytingarnar í tveimur skrefum þar sem byrjað er á breyttu fyrirkomulagi byggingareftirlits og í kjölfar þess tekið upp nýtt fyrirkomulag trygginga. Með áðurnefndum breytingum yrði til sanngjarnara kerfi fyrir þá verkeigendur (verktakar og fjárfestar), iðnmeistara og hönnuði sem standa sig vel og neytendur væru betur varðir. Hagkvæmni og skilvirkni byggingariðnaðarins myndi aukast, hús yrðu vandaðri og kostnaður við byggingu og viðhald húsa lægri til lengri tíma litið. Gert er ráð fyrir að kostnaður af tillögunum verði metinn. Við það mat verður tekið tillit til þess kostnaðar sem fellur niður samhliða þ.e. kostnaðar viðbyggingastjórakerfið og vegna starfsábyrgðatrygginga. Einnig verði metinn þjóðhagslegur ávinningur breytinganna. Miðað við kostnað af byggingargöllum á Norðurlöndum gæti kostnaður vegna byggingargalla á Íslandi numið að minnsta kosti 25 milljörðum króna á ársgrundvelli.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira