Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 10:25 Mason Mount skoraði tvívegis fyrir Manchester United gegn Athletic Bilbao í gær. getty/Visionhaus Manchester United og Tottenham mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á San Mamés í Bilbao 21. maí. Ensku liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í gær. United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52
Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50