Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. maí 2025 19:01 Arnór og Andrea voru afar glæsileg þegar þau mættu á konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar. „Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin
Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09
Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37