Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:31 Jói og Kristín njóta lífsins í Hveragerði. Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira