Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 07:00 Bergrós Björnsdóttir brosir hér eftir að hafa tryggt sér sigur í lytingagreininni. @wodlandfest CrossFit sérfræðingarnir Brian Friend og Patrick Clark á CrossFit miðlinum „Be friendly Fitness“ voru afar hrifnir af frammistöðu Selfyssingsins Bergrósar Björnsdóttur á WodLand Fest mótinu á dögunum. WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira
WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira