Lífið

Hand­tekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jennifer Aniston var heima hjá sér þegar ökumaðurinn keyrði niður hliðið að heimili hennar.
Jennifer Aniston var heima hjá sér þegar ökumaðurinn keyrði niður hliðið að heimili hennar. Getty

Leikkonan Jennifer Aniston var stödd heima hjá sér þegar maður keyrði bíl gegnum hliðið að heimili hennar í Los Angeles. Öryggisvörður Aniston yfirbugaði manninn, sem er á áttræðisaldri, áður en lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Jeff Lee, talsmaður lögreglunnar í Los Angeles, sagði í viðtali við CNN að atvikið hefði átt sér stað skömmu eftir hádegi í gær á Airole Way í Bel Air-hverfi í Los Angeles.

Lögreglunni hafði borist tilkynning um „mann sem var grunaður um innbrot“ á eigninni sem „keyrði bíl sínum gegnum hliðið að heimilinu“. Öryggisvörður Aniston hefði haldið manninum, sem er hvítur karlmaður á áttræðisaldri, þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann.

Lee sagði lögregluna ekki hafa ákvarðað hvort um slys eða markvissan glæp væri að ræða. Maðurinn verður í öllu falli ákærður fyrir skemmdarverk. Samkvæmt TMZ hlúðu sjúkraliðar að manninum sem kvartaði undan bakverk eftir áreksturinn.

Jennifer Aniston keyptu setrið fyrir 21 milljón Bandaríkjadala árið 2011 en húsið var hannað af arkitektinum A. Quincy Jones og var reist árið 1965.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.