Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar 6. maí 2025 07:00 „Við vitum alveg upphafið,“ sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra síðastliðinn laugardag í viðtali á RÚV sem bar fyrirsögnina Ísraelsmenn eru að mölbrjóta alþjóðalögin. Fram til 7. október 2023 höfðu 189 Palestínumenn verið drepnir á Vesturbakkanum. Þar af 38 börn. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 11. maí 2022: Frægasta fjölmiðlakona Palestínu, Shireen Abu Akleh, er skotin í höfuðið og drepin af ísraelskum hermanni meðan hún flutti fréttir í Jenin fyrir Al Jazeera. Shireen var dáð víða um Mið-Austurlönd og mikil fyrirmynd margra ungra stúlkna í Palestínu. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 30. maí 2020: Hinn 32 ára einhverfi Iyad Hallaq er skotinn til bana af ísraelskum lögreglumönnum í Jerúsalem. Hann var óvopnaður og skildi ekki skipanir. Lögreglumaðurinn síðar sýknaður. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 1. júní 2018: 21 árs hjúkrunarfræðingurinn Razan al-Najjar er skotin til bana við Gaza-girðinguna þar sem hún hjúkraði særðum mótmælendum. Hún var klædd í hvítan slopp. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16. júlí 2014: Ísraelski flugherinn varpar sprengju á fjóra frændur úr Bakr-fjölskyldunni – Ahed (10), Zakaria (10), Mohammed (11) og Ismail (9) – þar sem þeir spila fótbolta á ströndinni á Gaza. Erlendir fréttamenn horfa á árásina út um glugga hótels rétt hjá. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Janúar 2009: Ísraelsher varpar hvítum fosfór á íbúðahverfi og á höfuðstöðvar UNRWA í Gaza, sem veldur miklum skaða og eyðileggingu á hjálparbirgðum fyrir milljónir dollara. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 4.–5. janúar 2009: 48 meðlimir Samouni-fjölskyldunnar eru drepnir í Gaza eftir að Ísraelsher skipaði þeim að safnast saman í húsi sem var svo sprengt. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Júní 2007 : Eftir að Hamas vinnur kosningar lokar Ísrael Gaza-ströndina af og tekur fulla stjórn á lofthelgi, landamærum og hafsvæði. Fólki er meinað að fara inn og út nema með leyfi ísraelskra yfirvalda, og flutningur á nauðsynjavörum er verulega takmarkaður. Bannlistinn hefur á tímum náð yfir pasta, brúðarkjóla, leikföng, A4-blöð, kex, hljóðfæri, kóríander, kardimommu, kúmín, engifer, salvíu, múskat, saumavélar, ýmsa varahluti í vinnuvélar, efnivið í steypu, kjúklinga, asna, fiskilínur og skriffæri. Veikum einstaklingum er oft meinað að yfirgefa svæðið til að fá lífsnauðsynlega læknismeðferð, og foreldrum er jafnvel meinað að fylgja veikum börnum sínum. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 11. apríl 2003: Breski ljósmyndaneminn Tom Hurndall (21 árs) er skotinn í höfuðið af ísraelskri leyniskyttu í Rafah þegar hann reynir að koma börnum í skjól undan skothríð. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16. mars 2003: Hin bandaríska Rachel Corrie (23 ára) er drepin, keyrð niður af ísraelskum hermanni á jarðýtu í Rafah þegar hún reynir að vernda heimili palestínskrar fjölskyldu. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 5. janúar 2003: Tveir Palestínumenn sprengja sig í loft upp á strætisvagnastöð í Tel Aviv, drepa 22 manns og særa yfir 100. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 27. mars 2002: Palestínumaður sprengir sig í loft upp á Park Hotel í Netanya um páska. 30 manns eru drepnir og 140 særast. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 30. september 2000: 12 ára drengurinn Mohammed al-Durrah er skotinn til bana í Gaza við vegg, þar sem faðir hans reynir að skýla honum. Myndband af atvikinu berst um allan heim. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 8. nóvember 2000: 14 ára Fares Odeh er myrtur af ísraelskum hermönnum, skotinn í hálsinn við Karni á Gaza, fimm dögum eftir að ljósmynd af honum kasta steini í skriðdreka fer um heiminn. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 25. febrúar 1994: Ísraelski landránsmaðurinn Baruch Goldstein myrðir 29 múslima við morgunbænir í Ibrahimi moskunni í Hebron. 125 eru særðir. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 12. apríl 1984: Fjórir palestínskir menn ræna ísraelskum strætisvagni. Einn hermaður er myrtur og sjö borgarar eru særðir. Tveir árásarmannanna eru síðar drepnir í haldi ísraelsku leyniþjónustunnar. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16.–18. september 1982: Allt að 3.500 Palestínumenn eru myrtir í flóttamannabúðunum Sabra og Shatila í Beirút. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 15. Maí 1974: Þrír vopnaðir Palestínumenn ráðast í skóla í Ma’a lo í Ísrael og taka 115 manns í gíslingu. 22 börn og 3 fullorðnir eru myrt. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 5. júní 1967: Ísrael hernemur Vesturbakkann, Gasa og Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu. Hernámið stendur enn þann dag í dag. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 29. október 1956: 49 óvopnaðir Palestínumenn eru skotnir til bana í Kafr Qasim fyrir að brjóta útgöngubann. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 12. júlí 1948: Í kjölfar innrásar Ísraelshers í borgina Lydda voru hundruð Palestínumanna drepin, þar á meðal í moskunni Dahmash þar sem tugir voru skotnir. 50.000–70.000 íbúar borgarinnar voru svo neyddir til að yfirgefa heimili sín sem landnemar fluttu inn á. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 22.–23. maí 1948: Eftir að þorpið Tantura, suður af Haifa, hafði gefist upp fyrir vopnuðum síonískum hersveitum sem fóru þorp úr þorpi til að hrekja íbúa brott af heimilum sínum, voru allt að 200 íbúar þorpsins myrtir. Fjöldagröf þeirra fannst síðar undir bílastæði á ströndinni við Tel Dor. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 9. apríl 1948: 107 óvopnaðir íbúar þorpsins Deir Yassin, þar á meðal börn og aldraðir, eru myrtir af vopnuðum sveitum Síonista. Líkum þeirra er komið fyrir í fjöldagröf. Fjöldamorðið vakti mikla skelfingu og er talið hafa átt stóran þátt í fjöldaflótta Palestínumanna. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 1948 – Nakba: Vopnaðar síonískar hersveitir hrekja yfir 750.000 Palestínumenn út af heimilum og landnemar frá Evrópu flytja inn á heimilin. Flóttafólkið og afkomendur þeirra hafast enn við í flóttamannabúðum á Gaza, á Vesturbakkanum og í nágrannaríkjum – 77 árum síðar. Margir geyma enn lyklana að heimilum sínum. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Átökin standa enn vegna þess að leiðtogar Vesturlanda – þar með talin Þorgerður Katrín - neita að horfast í augu við rauverulegt upphafið: Stofnun ríkis fyrir einn trúarhóp á landsvæði þar sem meirihluti íbúa eru af öðrum trúarhópum er aðeins framkvæmanlegt með þjóðernishreinsunum. Alþjóðalög voru mölbrotin árið 1948. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
„Við vitum alveg upphafið,“ sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra síðastliðinn laugardag í viðtali á RÚV sem bar fyrirsögnina Ísraelsmenn eru að mölbrjóta alþjóðalögin. Fram til 7. október 2023 höfðu 189 Palestínumenn verið drepnir á Vesturbakkanum. Þar af 38 börn. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 11. maí 2022: Frægasta fjölmiðlakona Palestínu, Shireen Abu Akleh, er skotin í höfuðið og drepin af ísraelskum hermanni meðan hún flutti fréttir í Jenin fyrir Al Jazeera. Shireen var dáð víða um Mið-Austurlönd og mikil fyrirmynd margra ungra stúlkna í Palestínu. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 30. maí 2020: Hinn 32 ára einhverfi Iyad Hallaq er skotinn til bana af ísraelskum lögreglumönnum í Jerúsalem. Hann var óvopnaður og skildi ekki skipanir. Lögreglumaðurinn síðar sýknaður. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 1. júní 2018: 21 árs hjúkrunarfræðingurinn Razan al-Najjar er skotin til bana við Gaza-girðinguna þar sem hún hjúkraði særðum mótmælendum. Hún var klædd í hvítan slopp. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16. júlí 2014: Ísraelski flugherinn varpar sprengju á fjóra frændur úr Bakr-fjölskyldunni – Ahed (10), Zakaria (10), Mohammed (11) og Ismail (9) – þar sem þeir spila fótbolta á ströndinni á Gaza. Erlendir fréttamenn horfa á árásina út um glugga hótels rétt hjá. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Janúar 2009: Ísraelsher varpar hvítum fosfór á íbúðahverfi og á höfuðstöðvar UNRWA í Gaza, sem veldur miklum skaða og eyðileggingu á hjálparbirgðum fyrir milljónir dollara. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 4.–5. janúar 2009: 48 meðlimir Samouni-fjölskyldunnar eru drepnir í Gaza eftir að Ísraelsher skipaði þeim að safnast saman í húsi sem var svo sprengt. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Júní 2007 : Eftir að Hamas vinnur kosningar lokar Ísrael Gaza-ströndina af og tekur fulla stjórn á lofthelgi, landamærum og hafsvæði. Fólki er meinað að fara inn og út nema með leyfi ísraelskra yfirvalda, og flutningur á nauðsynjavörum er verulega takmarkaður. Bannlistinn hefur á tímum náð yfir pasta, brúðarkjóla, leikföng, A4-blöð, kex, hljóðfæri, kóríander, kardimommu, kúmín, engifer, salvíu, múskat, saumavélar, ýmsa varahluti í vinnuvélar, efnivið í steypu, kjúklinga, asna, fiskilínur og skriffæri. Veikum einstaklingum er oft meinað að yfirgefa svæðið til að fá lífsnauðsynlega læknismeðferð, og foreldrum er jafnvel meinað að fylgja veikum börnum sínum. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 11. apríl 2003: Breski ljósmyndaneminn Tom Hurndall (21 árs) er skotinn í höfuðið af ísraelskri leyniskyttu í Rafah þegar hann reynir að koma börnum í skjól undan skothríð. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16. mars 2003: Hin bandaríska Rachel Corrie (23 ára) er drepin, keyrð niður af ísraelskum hermanni á jarðýtu í Rafah þegar hún reynir að vernda heimili palestínskrar fjölskyldu. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 5. janúar 2003: Tveir Palestínumenn sprengja sig í loft upp á strætisvagnastöð í Tel Aviv, drepa 22 manns og særa yfir 100. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 27. mars 2002: Palestínumaður sprengir sig í loft upp á Park Hotel í Netanya um páska. 30 manns eru drepnir og 140 særast. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 30. september 2000: 12 ára drengurinn Mohammed al-Durrah er skotinn til bana í Gaza við vegg, þar sem faðir hans reynir að skýla honum. Myndband af atvikinu berst um allan heim. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 8. nóvember 2000: 14 ára Fares Odeh er myrtur af ísraelskum hermönnum, skotinn í hálsinn við Karni á Gaza, fimm dögum eftir að ljósmynd af honum kasta steini í skriðdreka fer um heiminn. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 25. febrúar 1994: Ísraelski landránsmaðurinn Baruch Goldstein myrðir 29 múslima við morgunbænir í Ibrahimi moskunni í Hebron. 125 eru særðir. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 12. apríl 1984: Fjórir palestínskir menn ræna ísraelskum strætisvagni. Einn hermaður er myrtur og sjö borgarar eru særðir. Tveir árásarmannanna eru síðar drepnir í haldi ísraelsku leyniþjónustunnar. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 16.–18. september 1982: Allt að 3.500 Palestínumenn eru myrtir í flóttamannabúðunum Sabra og Shatila í Beirút. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 15. Maí 1974: Þrír vopnaðir Palestínumenn ráðast í skóla í Ma’a lo í Ísrael og taka 115 manns í gíslingu. 22 börn og 3 fullorðnir eru myrt. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 5. júní 1967: Ísrael hernemur Vesturbakkann, Gasa og Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu. Hernámið stendur enn þann dag í dag. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 29. október 1956: 49 óvopnaðir Palestínumenn eru skotnir til bana í Kafr Qasim fyrir að brjóta útgöngubann. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 12. júlí 1948: Í kjölfar innrásar Ísraelshers í borgina Lydda voru hundruð Palestínumanna drepin, þar á meðal í moskunni Dahmash þar sem tugir voru skotnir. 50.000–70.000 íbúar borgarinnar voru svo neyddir til að yfirgefa heimili sín sem landnemar fluttu inn á. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 22.–23. maí 1948: Eftir að þorpið Tantura, suður af Haifa, hafði gefist upp fyrir vopnuðum síonískum hersveitum sem fóru þorp úr þorpi til að hrekja íbúa brott af heimilum sínum, voru allt að 200 íbúar þorpsins myrtir. Fjöldagröf þeirra fannst síðar undir bílastæði á ströndinni við Tel Dor. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 9. apríl 1948: 107 óvopnaðir íbúar þorpsins Deir Yassin, þar á meðal börn og aldraðir, eru myrtir af vopnuðum sveitum Síonista. Líkum þeirra er komið fyrir í fjöldagröf. Fjöldamorðið vakti mikla skelfingu og er talið hafa átt stóran þátt í fjöldaflótta Palestínumanna. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. 1948 – Nakba: Vopnaðar síonískar hersveitir hrekja yfir 750.000 Palestínumenn út af heimilum og landnemar frá Evrópu flytja inn á heimilin. Flóttafólkið og afkomendur þeirra hafast enn við í flóttamannabúðum á Gaza, á Vesturbakkanum og í nágrannaríkjum – 77 árum síðar. Margir geyma enn lyklana að heimilum sínum. „Við vitum alveg upphafið,“ segir Þorgerður Katrín. Átökin standa enn vegna þess að leiðtogar Vesturlanda – þar með talin Þorgerður Katrín - neita að horfast í augu við rauverulegt upphafið: Stofnun ríkis fyrir einn trúarhóp á landsvæði þar sem meirihluti íbúa eru af öðrum trúarhópum er aðeins framkvæmanlegt með þjóðernishreinsunum. Alþjóðalög voru mölbrotin árið 1948. Höfundur er verkfræðingur
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun