Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Siggeir Ævarsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 5. maí 2025 23:11 Ólafur Ólafsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47