Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. maí 2025 13:00 Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun