Fótbolti

„Þetta var hið full­komna kvöld“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maresca setti upp stútinn fyrir ljósmyndara í kvöld.
Maresca setti upp stútinn fyrir ljósmyndara í kvöld. EPA-EFE/Jonas Ekstromer

Enzo Maresca var í skýjunum eftir 4-1 útisigur sinna minna í Stokkhólmi í fyrri leik Chelsea gegn Djurgården í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

„Þetta var hið fullkomna kvöld, mikilvægur undanúrslitaleikur og góð úrslit. Við þurfum að vera einbeittir fyrir síðari leikinn.“

„Fyrstu 70 mínúturnar voru góðar en á síðustu tuttugu féllum við niður, við megum ekki falla niður, við megum ekki slaka á annars verða hlutirnir flóknir. Við höfum staðið okkur vel en þurfum að klára dæmið á heimavelli.“

„Við reynum að stýra álaginu á leikmönnum, við vitum að við verðum að vernda leikmennina. Við reynum að byrja á einn hátt og enda á annan hátt. Ég tel það hafa virkað vel. En nú eigum við leiki á tveggja eða þriggja daga fresti. Við komum til Lundúna klukkan fimm í fyrramálið og eigum leik á sunnudaginn svo við þurfum endurheimt og orku.“

„Hann er fullur sjálfstrausts, hann skorar og stendur sig betur,“ sagði Maresca um Nicolas Jackson sem kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk.

„Hann er ungur, virkar mjög góður en verður að halda áfram að leggja hart að sér og vaxa,“ sagði Maresca um hinn unga Reggie Wals sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld.

Að endingu sagði þjálfarinn að hann teldi alla heila fyrir leikinn gegn Liverpool á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×