Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 15:03 Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun