Frekari breytingar í Valhöll Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 16:39 Breytingar hafa verið gerðar innan Valhallar undanfarið. Vísir/Sigurjón Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið Bertu Gunnarsdóttur sem fjármálastjóra flokksins. Hún mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra. Nýr framkvæmdastjóri tók við störfum um síðustu mánaðamót. Þá var ekki langt síðan nýr formaður tók við völdum í Valhöll. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira