Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 16:17 Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik. Getty Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry. Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry.
Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“