Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 07:29 Tilkynnt var um árásina inni á rakarastofu við Vaksala torg í Uppsölum skömmu eftir klukkan 17 að staðartíma í gær. AP Lögregla í Uppsölum í Svíþjóð hefur handtekið ungan mann sem grunaður er um að tengjast skotárásinni í gær þar sem þrír ungir menn voru myrtir. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun, en árásarmaðurinn flúði af vettvangi á rafhlaupahjóli og stóð yfir umfangsmikil leit að honum í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um árásina inni á rakarastofu við Vaksala torg í Uppsölum skömmu eftir klukkan 17 að staðartíma í gær. Þrír einstaklingar á aldrinum fimmtán til tuttugu ára höfðu þar verið skotnir til bana. Aftonbladet greinir frá því að maður hafið komið hlaupandi inn á rakarastofuna eftir að hafa verið eltur af grímuklæddum manni og hafi í kjölfarið skothríð hafist inni á rakarastofunni. Tveir hinna látnu eru sagðir hafa verið í rakarastólum þegar þeir voru skotnir. SVT hefur eftir heimildum að handtekni sé yngri en átján ára. Þá er haft eftir lögreglu að enn eigi eftir að yfirheyra einhverja vegna málsins og að ekki sé hægt að veita miklar upplýsingar um málið að svo stöddu. Einn hinna látnu hefur að sögn SVT áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Ekki liggur þó fyrir hvort að sú árás tengist árás gærdagsins. Svíþjóð Tengdar fréttir Árásarmannsins enn leitað Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið. 29. apríl 2025 23:05 Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð. 29. apríl 2025 16:47 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun, en árásarmaðurinn flúði af vettvangi á rafhlaupahjóli og stóð yfir umfangsmikil leit að honum í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um árásina inni á rakarastofu við Vaksala torg í Uppsölum skömmu eftir klukkan 17 að staðartíma í gær. Þrír einstaklingar á aldrinum fimmtán til tuttugu ára höfðu þar verið skotnir til bana. Aftonbladet greinir frá því að maður hafið komið hlaupandi inn á rakarastofuna eftir að hafa verið eltur af grímuklæddum manni og hafi í kjölfarið skothríð hafist inni á rakarastofunni. Tveir hinna látnu eru sagðir hafa verið í rakarastólum þegar þeir voru skotnir. SVT hefur eftir heimildum að handtekni sé yngri en átján ára. Þá er haft eftir lögreglu að enn eigi eftir að yfirheyra einhverja vegna málsins og að ekki sé hægt að veita miklar upplýsingar um málið að svo stöddu. Einn hinna látnu hefur að sögn SVT áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Ekki liggur þó fyrir hvort að sú árás tengist árás gærdagsins.
Svíþjóð Tengdar fréttir Árásarmannsins enn leitað Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið. 29. apríl 2025 23:05 Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð. 29. apríl 2025 16:47 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Árásarmannsins enn leitað Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið. 29. apríl 2025 23:05
Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð. 29. apríl 2025 16:47