Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 12:00 Mos Def, De La Soul, Jamie XX, Joy Anonymous og Gugusar eru meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í sumar. Samsett Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. „Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31