Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 12:00 Mos Def, De La Soul, Jamie XX, Joy Anonymous og Gugusar eru meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í sumar. Samsett Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. „Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31