Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason og Pálmi Viðar Snorrason skrifa 29. apríl 2025 16:30 Boðað kílómetragjald byggist á þeirri reglu að þeir greiði sem njóti eins og í núgildandi kerfi við dælu. Það virðist einfalt og sanngjarnt en í tilfelli bílaleiga verður markmiðið langsótt. Í rauninni er það svo að það eru leigjendur bílaleigubíla sem nýta vegina en ekki bílaleigurnar sjálfar. Aftur á móti í tilfelli bílaleiga er kílómetragjaldið lagt á eiganda ökutækisins þar sem þær þurfa að reyna að innheimta kostnað gjaldsins frá viðskiptavinum sínum með íþyngjandi hætti. Varanleg skattlagning á bílaleigur gæti orðið allt að tveir milljarðar árlega Núverandi kerfi, þar sem innheimt er við dælu af bílum sem nota tiltekna orkugjafa, er sanngjarnt enda greiða þeir sem nýta vegina. Að óbreyttu uppfyllir nýtt kerfi ekki þær kröfur að vera einfalt og sanngjarnt. Áætlað er að leigjendur bílaleigubíla aki allt að einum milljarði kílómetra á ári. Innheimtuhlutfall kílómetragjalds af vistvænum bílum hefur verið um 70%. Af fyrrgreindu má ætla að árlegur kostnaður bílaleiga af kílómetragjaldinu verði í kringum 2 milljarðar króna. Er því um að ræða viðbótarskattlagningu á mikilvægan hlekk í starfsemi ferðaþjónustunnar. Samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar lögð að veði Þegar einstaklingar hafa hug á að bóka sér ferðalag til Íslands bera þeir eðli málsins samkvæmt saman heildarkostnað Íslandsfarar við ferðalög til annarra landa. Einfaldleiki og fyrirsjáanleiki í verðlagningu skiptir því sköpum. Viðvarandi óvissa eða ófyrirsjáanlegar verðhækkanir vegna flókinna og íþyngjandi skatta geta hæglega fælt ferðamenn frá Íslandi og til annarra áfangastaða. Fyrir áfangastað eins og Ísland sem nú þegar er hlutfallslega dýr í alþjóðlegum samanburði mun kílómetragjald skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu enn frekar. Kílómetragjaldið mun kosta bílaleigur um 3 milljarða króna Ef kílómetragjaldið tekur gildi á miðju sumri, á háannatíma ferðaþjónustunnar, munu bílaleigur fá reikning vegna aksturs sem ekki er hægt að innheimta afturvirkt af þegar staðfestum bókunum. Bílaleigur þurfa að koma upplýsingum til viðskiptavina með a.m.k. 12 mánaða fyrirvara annars er hætta á að gjaldið falli á bílaleigurnar sjálfar. Ferðaskrifstofur og erlendir söluaðilar hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki innheimta kílómetragjald, með svo skömmum fyrirvara og hafa varað við mögulegum málsóknum. Til viðbótar kemur talsverður kostnaður við tæknilega innleiðingu, nýja ferla og upplýsingagjöf. Því er ljóst að kílómetragjald, lagt á með engum fyrirvara í sumar mun líklega kosta bílaleigur um 3 milljarða króna á þessu ári. Þeir milljarðar greiðast beint úr rekstri fyrirtækjanna sjálfra þar sem ekki verður hægt að innheimta af notandanum, leigjanda bílaleigubílsins, sem á að greiða samkvæmt markmiðum frumvarpsins. Gildistaka kílómetragjalds 1. júlí 2025 er óraunhæf Í umsögnum Samtaka ferðaþjónustunnar, Bílgreinasambandsins, Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda, SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og fleiri aðila er skýrt tekið fram að frumvarpið geri ekki ráð fyrir eðlilegum aðlögunartíma og að innleiðing þess á háannatíma sé óskynsamleg. Allt þrátt fyrir varnarorð meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar í nefndaráliti með frávísunartillögu 12. nóvember 2024 þar sem frumvarpinu til laga um kílómetragjald á ökutæki var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Nefndin lagði til að því yrði frávísað þar sem skortur væri á samráði og áhrifamati og áréttaði einnig að kerfisbreyting af þessari stærðargráðu þurfi að byggja á víðtækri sátt og undirbúningi. Þessum fyrirmælum nefndarinnar hefur ekki verið fullnægt enda var frumvarpið lagt fram nær óbreytt á núverandi þingi. Alþingi þarf að koma til móts við bílaleigur Nú hefur Alþingi lagt fram sérlausn fyrir bílaleigur með svokölluðu daggjaldi sem er gott og vel og nauðsynlegt að slík heimild verði til staðar. Það er mikilvægt að bílaleigur eigi þess kost að geta lagt á daggjald þannig að þá sé vitað fyrirfram hvað leiga á bíl kostar og það innheimt við upphaf leigutíma viðskiptavina eða áður en hann hefst. Ýmsir annmarkar eru hins vegar á útfærslu daggjaldsins auk þess sem fjárhæð þess er ekki raunhæf og úr því þarf að bæta. Það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi, án þess að ríkissjóður verði af tekjum eða markmiðum frumvarpsins sé ógnað. Viljann skortir ekki hjá bílaleigum um að finna ásættanlega lausn. Alþingi þarf að skerast í leikinn, tryggja betri útfærslu kílómetragjaldsins og fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi bílaleiga. Frestun á gildistöku kílómetragjaldsins er eini raunhæfi kosturinn Ítrekað hefur verið bent á að ferðaþjónustan verðleggi þjónustu sína með 12 til 18 mánaða fyrirvara, þrátt fyrir það er enginn raunhæfur aðlögunartími í frumvarpinu. Það skortir einfaldlega grundvöll til að innleiða þessa nýju gjaldtöku sem hefur áhrif á alla notendur vegakerfisins þvert á atvinnugreinar. Frestun gildistöku og vandaður undirbúningur er ekki spurning um að vera með eða á móti kílómetragjaldinu. Það er spurning um ábyrga stjórnsýslu, virðingu fyrir atvinnulífinu, neytendum í landinu og þeim ferðamönnum sem sækja landið heim. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Pálmi Viðar Snorrason er formaður bílaleigunefndar SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Boðað kílómetragjald byggist á þeirri reglu að þeir greiði sem njóti eins og í núgildandi kerfi við dælu. Það virðist einfalt og sanngjarnt en í tilfelli bílaleiga verður markmiðið langsótt. Í rauninni er það svo að það eru leigjendur bílaleigubíla sem nýta vegina en ekki bílaleigurnar sjálfar. Aftur á móti í tilfelli bílaleiga er kílómetragjaldið lagt á eiganda ökutækisins þar sem þær þurfa að reyna að innheimta kostnað gjaldsins frá viðskiptavinum sínum með íþyngjandi hætti. Varanleg skattlagning á bílaleigur gæti orðið allt að tveir milljarðar árlega Núverandi kerfi, þar sem innheimt er við dælu af bílum sem nota tiltekna orkugjafa, er sanngjarnt enda greiða þeir sem nýta vegina. Að óbreyttu uppfyllir nýtt kerfi ekki þær kröfur að vera einfalt og sanngjarnt. Áætlað er að leigjendur bílaleigubíla aki allt að einum milljarði kílómetra á ári. Innheimtuhlutfall kílómetragjalds af vistvænum bílum hefur verið um 70%. Af fyrrgreindu má ætla að árlegur kostnaður bílaleiga af kílómetragjaldinu verði í kringum 2 milljarðar króna. Er því um að ræða viðbótarskattlagningu á mikilvægan hlekk í starfsemi ferðaþjónustunnar. Samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar lögð að veði Þegar einstaklingar hafa hug á að bóka sér ferðalag til Íslands bera þeir eðli málsins samkvæmt saman heildarkostnað Íslandsfarar við ferðalög til annarra landa. Einfaldleiki og fyrirsjáanleiki í verðlagningu skiptir því sköpum. Viðvarandi óvissa eða ófyrirsjáanlegar verðhækkanir vegna flókinna og íþyngjandi skatta geta hæglega fælt ferðamenn frá Íslandi og til annarra áfangastaða. Fyrir áfangastað eins og Ísland sem nú þegar er hlutfallslega dýr í alþjóðlegum samanburði mun kílómetragjald skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu enn frekar. Kílómetragjaldið mun kosta bílaleigur um 3 milljarða króna Ef kílómetragjaldið tekur gildi á miðju sumri, á háannatíma ferðaþjónustunnar, munu bílaleigur fá reikning vegna aksturs sem ekki er hægt að innheimta afturvirkt af þegar staðfestum bókunum. Bílaleigur þurfa að koma upplýsingum til viðskiptavina með a.m.k. 12 mánaða fyrirvara annars er hætta á að gjaldið falli á bílaleigurnar sjálfar. Ferðaskrifstofur og erlendir söluaðilar hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki innheimta kílómetragjald, með svo skömmum fyrirvara og hafa varað við mögulegum málsóknum. Til viðbótar kemur talsverður kostnaður við tæknilega innleiðingu, nýja ferla og upplýsingagjöf. Því er ljóst að kílómetragjald, lagt á með engum fyrirvara í sumar mun líklega kosta bílaleigur um 3 milljarða króna á þessu ári. Þeir milljarðar greiðast beint úr rekstri fyrirtækjanna sjálfra þar sem ekki verður hægt að innheimta af notandanum, leigjanda bílaleigubílsins, sem á að greiða samkvæmt markmiðum frumvarpsins. Gildistaka kílómetragjalds 1. júlí 2025 er óraunhæf Í umsögnum Samtaka ferðaþjónustunnar, Bílgreinasambandsins, Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda, SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og fleiri aðila er skýrt tekið fram að frumvarpið geri ekki ráð fyrir eðlilegum aðlögunartíma og að innleiðing þess á háannatíma sé óskynsamleg. Allt þrátt fyrir varnarorð meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar í nefndaráliti með frávísunartillögu 12. nóvember 2024 þar sem frumvarpinu til laga um kílómetragjald á ökutæki var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Nefndin lagði til að því yrði frávísað þar sem skortur væri á samráði og áhrifamati og áréttaði einnig að kerfisbreyting af þessari stærðargráðu þurfi að byggja á víðtækri sátt og undirbúningi. Þessum fyrirmælum nefndarinnar hefur ekki verið fullnægt enda var frumvarpið lagt fram nær óbreytt á núverandi þingi. Alþingi þarf að koma til móts við bílaleigur Nú hefur Alþingi lagt fram sérlausn fyrir bílaleigur með svokölluðu daggjaldi sem er gott og vel og nauðsynlegt að slík heimild verði til staðar. Það er mikilvægt að bílaleigur eigi þess kost að geta lagt á daggjald þannig að þá sé vitað fyrirfram hvað leiga á bíl kostar og það innheimt við upphaf leigutíma viðskiptavina eða áður en hann hefst. Ýmsir annmarkar eru hins vegar á útfærslu daggjaldsins auk þess sem fjárhæð þess er ekki raunhæf og úr því þarf að bæta. Það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi, án þess að ríkissjóður verði af tekjum eða markmiðum frumvarpsins sé ógnað. Viljann skortir ekki hjá bílaleigum um að finna ásættanlega lausn. Alþingi þarf að skerast í leikinn, tryggja betri útfærslu kílómetragjaldsins og fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi bílaleiga. Frestun á gildistöku kílómetragjaldsins er eini raunhæfi kosturinn Ítrekað hefur verið bent á að ferðaþjónustan verðleggi þjónustu sína með 12 til 18 mánaða fyrirvara, þrátt fyrir það er enginn raunhæfur aðlögunartími í frumvarpinu. Það skortir einfaldlega grundvöll til að innleiða þessa nýju gjaldtöku sem hefur áhrif á alla notendur vegakerfisins þvert á atvinnugreinar. Frestun gildistöku og vandaður undirbúningur er ekki spurning um að vera með eða á móti kílómetragjaldinu. Það er spurning um ábyrga stjórnsýslu, virðingu fyrir atvinnulífinu, neytendum í landinu og þeim ferðamönnum sem sækja landið heim. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Pálmi Viðar Snorrason er formaður bílaleigunefndar SAF.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar