„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2025 13:01 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 fyrir þriðja leik kvöldsins. Álftnesingar komu með gott svar í leik tvö í kjölfar dræmrar frammistöðu í fyrsta leik í Síkinu. Einvígið heldur nú aftur í Síkið og segir Pétur Rúnar sitt lið ekki hafa hitt á sinn dag í síðustu viðureign liðanna. „Þeir voru bara góðir og við kannski ekki alveg á okkar degi,“ segir Pétur Rúnar. „Við létum hluti sem við stjórnum ekki fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur.“ „Bara hrós á þá. Þeir settu niður stór skot í fjórða leikhluta. Dúi, Hörður Axel og Klonaras settu allir þrist þarna í fjórða leikhluta eftir slæmar róteringar af okkar hálfu. Svo var þetta bara 50/50 leikur undir restina. Við hefðum kannski geta útfært þessa lokasókn eitthvað betur en annars voru þetta bara tvö góð lið og þeir urðu ofan á þarna.“ Var ekki að búast við neinu öðru Það var alveg kýrskýrt í huga Péturs að Álftnesingar væru ekkert lamb að leika sér við. „Við vissum að við værum ekkert að fara labba í gegnum þá. Við erum komnir í undanúrslit. Það hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið 3-0 í gegnum öll einvígin. Og eins og ég sagði í einhverju viðtali eftir seríuna við Keflavík þá vorum við ekkert langt frá því að lenda 2-0 undir þar. Það voru líka hörku leikir sem kláruðust þarna undir restina. Auðvitað var það svekkjandi að hafa ekki unnið þennan annan leik því við gáfum okkur alveg tækifæri til þess en ég var ekki að búast við neinu öðru en að þeir væru töluvert betri en þeir sýndu í leik eitt. Þeir gerðu bara mjög vel og við ætlum að mæta klárir í kvöld. Setja seríuna aftur okkur í hag.“ Einbeiting á James og Okeke Hvar hafa áherslurnar hjá ykkur Tindastólsmönnum legið á milli leikja? „Við þurfum að einbeita okkur betur að því að stöðva Justin James. Sóknarleikur þeirra fer svolítið mikið í gegnum hann. Við höfum verið að skoða nokkrar útfærslur á því hvernig við getum stöðvað hann.“ segir Pétur Rúnar en téður James setti niður heil 29 stig í síðasta leik liðanna og gaf sex stoðsendingar í þokkabót.“ Justin James með Sigtrygg Ara Björnsson á sér í leik tvö á ÁlftanesiVísir/Anton Brink „Svo þarf að stíga David Okeke út þegar að hann er inn í teignum. Hann gerði okkur ansi erfitt fyrir á köflum í síðasta leik þar sem að hann var að hirða alla lausa bolta. Við þurfum að vera varir um okkur, ekki sofna á verðinum,“ bætir Pétur við en óhætt er að segja að Okeke hafi komið inn af fídómskrafti í lið Álftnesinga í síðasta leik eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann setti niður átján stig, tók 10 fráköst. Þriðji leikur framundan, þið á heimavelli í Síkinu, staðan 1-1 í einvíginu, er ekki pressan á ykkur? „Nei ekki þannig. Við gerðum bara mjög vel í vetur í því að tryggja okkur þetta fyrsta sæti og fá þennan heimavallarrétt. Við förum í alla leiki til þess að vinna og það er ekkert einhver auka pressa þótt að við séum á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki og auðvitað ætlum við að vinna hér í kvöld en heimurinn ferst ekkert þó þetta fari eitthvað öðruvísi. En við viljum auðvitað og ætlum okkur að vinna í kvöld. Gerum allt til þess.“ Leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness í Bónus deildinni hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, upphitun frá Síkinu hefst hálftíma fyrir leik. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Staðan í einvígi liðanna er 1-1 fyrir þriðja leik kvöldsins. Álftnesingar komu með gott svar í leik tvö í kjölfar dræmrar frammistöðu í fyrsta leik í Síkinu. Einvígið heldur nú aftur í Síkið og segir Pétur Rúnar sitt lið ekki hafa hitt á sinn dag í síðustu viðureign liðanna. „Þeir voru bara góðir og við kannski ekki alveg á okkar degi,“ segir Pétur Rúnar. „Við létum hluti sem við stjórnum ekki fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur.“ „Bara hrós á þá. Þeir settu niður stór skot í fjórða leikhluta. Dúi, Hörður Axel og Klonaras settu allir þrist þarna í fjórða leikhluta eftir slæmar róteringar af okkar hálfu. Svo var þetta bara 50/50 leikur undir restina. Við hefðum kannski geta útfært þessa lokasókn eitthvað betur en annars voru þetta bara tvö góð lið og þeir urðu ofan á þarna.“ Var ekki að búast við neinu öðru Það var alveg kýrskýrt í huga Péturs að Álftnesingar væru ekkert lamb að leika sér við. „Við vissum að við værum ekkert að fara labba í gegnum þá. Við erum komnir í undanúrslit. Það hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið 3-0 í gegnum öll einvígin. Og eins og ég sagði í einhverju viðtali eftir seríuna við Keflavík þá vorum við ekkert langt frá því að lenda 2-0 undir þar. Það voru líka hörku leikir sem kláruðust þarna undir restina. Auðvitað var það svekkjandi að hafa ekki unnið þennan annan leik því við gáfum okkur alveg tækifæri til þess en ég var ekki að búast við neinu öðru en að þeir væru töluvert betri en þeir sýndu í leik eitt. Þeir gerðu bara mjög vel og við ætlum að mæta klárir í kvöld. Setja seríuna aftur okkur í hag.“ Einbeiting á James og Okeke Hvar hafa áherslurnar hjá ykkur Tindastólsmönnum legið á milli leikja? „Við þurfum að einbeita okkur betur að því að stöðva Justin James. Sóknarleikur þeirra fer svolítið mikið í gegnum hann. Við höfum verið að skoða nokkrar útfærslur á því hvernig við getum stöðvað hann.“ segir Pétur Rúnar en téður James setti niður heil 29 stig í síðasta leik liðanna og gaf sex stoðsendingar í þokkabót.“ Justin James með Sigtrygg Ara Björnsson á sér í leik tvö á ÁlftanesiVísir/Anton Brink „Svo þarf að stíga David Okeke út þegar að hann er inn í teignum. Hann gerði okkur ansi erfitt fyrir á köflum í síðasta leik þar sem að hann var að hirða alla lausa bolta. Við þurfum að vera varir um okkur, ekki sofna á verðinum,“ bætir Pétur við en óhætt er að segja að Okeke hafi komið inn af fídómskrafti í lið Álftnesinga í síðasta leik eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann setti niður átján stig, tók 10 fráköst. Þriðji leikur framundan, þið á heimavelli í Síkinu, staðan 1-1 í einvíginu, er ekki pressan á ykkur? „Nei ekki þannig. Við gerðum bara mjög vel í vetur í því að tryggja okkur þetta fyrsta sæti og fá þennan heimavallarrétt. Við förum í alla leiki til þess að vinna og það er ekkert einhver auka pressa þótt að við séum á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki og auðvitað ætlum við að vinna hér í kvöld en heimurinn ferst ekkert þó þetta fari eitthvað öðruvísi. En við viljum auðvitað og ætlum okkur að vinna í kvöld. Gerum allt til þess.“ Leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness í Bónus deildinni hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, upphitun frá Síkinu hefst hálftíma fyrir leik.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira