Allt í rugli á Rauðahafi Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 22:18 Samkvæmt bandarískum miðlum var þotan rándýr. EPA Orrustuþota bandaríska hersins, af gerðinni F/A-18 Super Hornet, féll í sjóinn og sökk niður á botn Rauðahafs. Bandaríski sjóherinn greinir frá þessu, en þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem mál tengd sama flugmóðurskipinu komast í fréttir. Atvikið átti sér stað á flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman, en atvikið átti sér stað í dag, mánudag. Verið var að draga þotuna úr flugskýli þegar starfsmenn sjóhersins misstu stjórn á aðstæðum. Bæði þotann og togtækið féllu fyrir borð. Einn maður var í þotunni og annar í togtækinu. Þeim tókst báðum að koma sér undan áður en þeir féllu til sjávar. Annar þeirra er sagður hafa hlotið minni háttar meiðsli. Samkvæmt bandarískum miðlum er þota sem þessi verðmetin á sextíu til sjötíu milljónir Bandaríkjadala, en það jafngildir um 7,7 til 8,9 milljörðum króna. USS Harry S. Truman-flugmóðurskipið er nú á Rauðahafi til að verja flutningaskip gegn árásum Húta í Jemen. CNN hefur eftir heimildarmanni úr hernum að atvikið hafi átt sér stað þegar kröpp beygja hafi verið tekin til að verjast árás Húta. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi.AP/Darko Bandic Ekki fyrsta vesenið Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem áhöfnin á umræddu flugmóðurskipi lendir í veseni tengdu orrustuþotu af þessu tagi. Greint var frá því í desember að samskonar þota hefði verið skotin niður á Rauðahafi af öðru bandarísku herskipi, beitiskipinu Gettysburg, fyrir mistök. Þá komust tveir flugmenn þotunnar af ómeiddir. Og í febrúar síðastliðnum lenti flugmóðurskipið í árekstri við kaupskip nálægt Egyptalandi. Þá meiddist jafnframt enginn. Bandaríkin Jemen Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað á flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman, en atvikið átti sér stað í dag, mánudag. Verið var að draga þotuna úr flugskýli þegar starfsmenn sjóhersins misstu stjórn á aðstæðum. Bæði þotann og togtækið féllu fyrir borð. Einn maður var í þotunni og annar í togtækinu. Þeim tókst báðum að koma sér undan áður en þeir féllu til sjávar. Annar þeirra er sagður hafa hlotið minni háttar meiðsli. Samkvæmt bandarískum miðlum er þota sem þessi verðmetin á sextíu til sjötíu milljónir Bandaríkjadala, en það jafngildir um 7,7 til 8,9 milljörðum króna. USS Harry S. Truman-flugmóðurskipið er nú á Rauðahafi til að verja flutningaskip gegn árásum Húta í Jemen. CNN hefur eftir heimildarmanni úr hernum að atvikið hafi átt sér stað þegar kröpp beygja hafi verið tekin til að verjast árás Húta. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi.AP/Darko Bandic Ekki fyrsta vesenið Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem áhöfnin á umræddu flugmóðurskipi lendir í veseni tengdu orrustuþotu af þessu tagi. Greint var frá því í desember að samskonar þota hefði verið skotin niður á Rauðahafi af öðru bandarísku herskipi, beitiskipinu Gettysburg, fyrir mistök. Þá komust tveir flugmenn þotunnar af ómeiddir. Og í febrúar síðastliðnum lenti flugmóðurskipið í árekstri við kaupskip nálægt Egyptalandi. Þá meiddist jafnframt enginn.
Bandaríkin Jemen Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira