Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 11:32 Horft eftir Gran Vía sem liggur í gegnum miðborg Madridar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð. Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð.
Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira