„Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 10:06 Brittanny Dinkins var glaðbeitt eftir magnaða frammistöðu sína gegn Keflavík í gær, þegar Njarðvík tryggði sig inn í úrslitaeinvígið við Hauka. Hún var valin Just Wingin' it maður leiksins. Stöð 2 Sport Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32