„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 27. apríl 2025 23:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fór með sigur af hólmi eftir hádramatískan leik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira