Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 19:00 Matthías Matthíasson, yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Lýður Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“ Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“
Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00