Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 Gunnar Hólmsteinn segir mikilvægt að vanlíðan ungmenna sé rædd til hlýtar. Vísir Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“. Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira