Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 06:54 Þúsundir hafa þegar lagt leið sína í kirkjuna til að kveðja páfann. Hægt verður að gera það til klukkan 20 í kvöld. Vísir/EPA Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina. Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar. Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar.
Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent