Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 08:31 Sara Sigmundsdóttir þarf að enda í fyrsta sæti á Rebel Renegade Games í Suður-Afríku til þess að tryggja sér sæti á heimsleikunum. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er ein þeirra sem keppast þessa vikurnar við að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Okkar kona ætlar aftur á móti að fara öðruvísi leið inn á leikana að þessu sinni. Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira