„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2025 22:36 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, hrósaði sínum mönnum hástert í leikslok. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu „Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira