„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2025 22:36 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, hrósaði sínum mönnum hástert í leikslok. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu „Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira