„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2025 08:02 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir samhug um að spila í bænum í sumar. Hann trúi því ekki að aðrir veigri sér við því að koma þangað að spila. Vísir/Ívar Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira