Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 12:23 Einar Hugi Bjarnason er réttargæslumaður kvennanna tveggja. Vísir/Samúel Karl Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent