Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 20:25 Arngunnur Ýr Gylfadóttir hlaut nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar á síðasta degir vetrar. REC media Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira