Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Andrésar andar leikarnir fara fram þrátt fyrir erfiðan skíðavetur. Vísir/Vilhelm Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum. Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira