„Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 12:22 Guðrún Karls Helgudóttir flutti árlega páskaávarp biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands lagði áherslu á kærleika og mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og hinum saklausu. Rauði þráður ávarpsins var að sagan hafi engan endi þar sem henni sé ekki lokið. „Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“ Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“
Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent