Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 11:26 Katrín Jakobsdóttir gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm „Þetta var ekki ár vonbrigða heldur ár endurfæðinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali í Sprengisandi. Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira