Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:34 Joseph Seiders var trommari The New Pornographers í ellefu ár þar til hann var rekinn úr sveitinni eftir að hafa verið ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis og áreitni. Getty Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs. Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira