Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 08:03 Ancelotti hefur stýrt Real frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2013 til 2015. AP Photo/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“ Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira