Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 07:01 Serena Williams var á sínum nær ósigrandi á tennisvellinum. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Tennisdrottningin fyrrverandi Serena Williams hefur lagt orð í belg varðandi bann Jannik Sinner, efsta manns heimslistans í tennis. Hún segir að hún hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar brot og hann gerðist sekur um. Hinn 23 ára gamli Ítali fékk þriggja mánaða bann fyrir að brjóta tvívegis á síðasta ári reglur Alþjóða-lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, Wada. Hin 43 ára gamla Serena vann á 23 risamót á ferli sínum. Árið 2018 kvartaði hún yfir fjölda lyfjaprófa sem hún þurfti að taka á á því ári. Eitthvað hafði hún til síns máls því það ár hafði hún verið tekin í fimm lyfjapróf þegar komið var fram í júní, helmingi meira en keppinautar hennar. „Ég elska Sinner, ég elska leikinn hans. Hann er frábær fyrir íþróttina. Það hefur svo oft verið reynt að draga mig niður, ég vil ekki draga neinn niður. Tennis karla þarf á honum að halda en ef ég hefði verið fundin sek um að brjóta lyfjareglur í tvígang hefði ég fengið 20 ára bann. Titlarnir mínir hefðu verið teknir af mér,“ sagði Serena í viðtali við Time. Sinner sigraði Opna ástralska í janúar og mótmælti ekki þegar Wada dæmdi hann í þriggja mánaða bann í febrúar. Wada leitaði til Alþjóðaíþróttadómstólsins CAS þar sem sambandið vildi dæma Sinner allt að tveggja ára bann. Williams grínaðist með það í viðtali sínu við Time að hefði hún verið fundin sek um brot á lyfjareglum á ferli sínum hefði hún verið dæmd í fangelsi. „Þú hefðir heyrt um það í hliðarveruleika.“ Tennis Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Ítali fékk þriggja mánaða bann fyrir að brjóta tvívegis á síðasta ári reglur Alþjóða-lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, Wada. Hin 43 ára gamla Serena vann á 23 risamót á ferli sínum. Árið 2018 kvartaði hún yfir fjölda lyfjaprófa sem hún þurfti að taka á á því ári. Eitthvað hafði hún til síns máls því það ár hafði hún verið tekin í fimm lyfjapróf þegar komið var fram í júní, helmingi meira en keppinautar hennar. „Ég elska Sinner, ég elska leikinn hans. Hann er frábær fyrir íþróttina. Það hefur svo oft verið reynt að draga mig niður, ég vil ekki draga neinn niður. Tennis karla þarf á honum að halda en ef ég hefði verið fundin sek um að brjóta lyfjareglur í tvígang hefði ég fengið 20 ára bann. Titlarnir mínir hefðu verið teknir af mér,“ sagði Serena í viðtali við Time. Sinner sigraði Opna ástralska í janúar og mótmælti ekki þegar Wada dæmdi hann í þriggja mánaða bann í febrúar. Wada leitaði til Alþjóðaíþróttadómstólsins CAS þar sem sambandið vildi dæma Sinner allt að tveggja ára bann. Williams grínaðist með það í viðtali sínu við Time að hefði hún verið fundin sek um brot á lyfjareglum á ferli sínum hefði hún verið dæmd í fangelsi. „Þú hefðir heyrt um það í hliðarveruleika.“
Tennis Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni