„Með allra besta móti miðað við árstíma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 19:38 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir horfur harla góðar fyrir páskana. Vísir Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar. Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira