Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:45 Pedro Neto og félagar fagna eftir sigurmarkið í dag. Getty/Ryan Pierse Chelsea náði í dag í gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu, þegar liðið vann Fulham 2-1 eftir að hafa lent undir, í Lundúnaslag á Craven Cottage. Fulham komst yfir á 20. mínútu þegar Reece James virtist steinsofandi með boltann. Ryan Sessegnon vann af honum boltann og sendi á Alex Iwobi sem skoraði með skoti af vítateigslínunni. Chelsea gekk illa að opna vörn Fulham en tókst loks að jafna á 83. mínútu, með marki varamannsins Tyrique George sem hafði verið inni á vellinum í fimm mínútur. Það var svo í uppbótartíma sem að Pedro Neto tókst að þruma boltanum upp í þaknetið og tryggja Chelsea sigurinn. Chelsea er því komið upp í 5. sæti deildarinnar með 57 stig, fyrir ofan Nottingham Forest og Aston Villa á markatölu og stigi á eftir Manchester City, en Forest á leik til góða á morgun við Tottenham. Fimm efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og nú eru aðeins fimm umferðir eftir af deildinni. Fulham situr eftir í 9. sæti með 48 stig. Enski boltinn
Chelsea náði í dag í gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu, þegar liðið vann Fulham 2-1 eftir að hafa lent undir, í Lundúnaslag á Craven Cottage. Fulham komst yfir á 20. mínútu þegar Reece James virtist steinsofandi með boltann. Ryan Sessegnon vann af honum boltann og sendi á Alex Iwobi sem skoraði með skoti af vítateigslínunni. Chelsea gekk illa að opna vörn Fulham en tókst loks að jafna á 83. mínútu, með marki varamannsins Tyrique George sem hafði verið inni á vellinum í fimm mínútur. Það var svo í uppbótartíma sem að Pedro Neto tókst að þruma boltanum upp í þaknetið og tryggja Chelsea sigurinn. Chelsea er því komið upp í 5. sæti deildarinnar með 57 stig, fyrir ofan Nottingham Forest og Aston Villa á markatölu og stigi á eftir Manchester City, en Forest á leik til góða á morgun við Tottenham. Fimm efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og nú eru aðeins fimm umferðir eftir af deildinni. Fulham situr eftir í 9. sæti með 48 stig.