Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2025 09:30 Jude Bellingham var kokhraustur fyrir seinni leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir slæma stöðu. Getty/Alberto Gardin Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira