Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2025 09:30 Jude Bellingham var kokhraustur fyrir seinni leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir slæma stöðu. Getty/Alberto Gardin Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira