Sport

Keppt í skemmti­garði á næstu Ólympíu­leikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Universal Studios skemmtigarðurinn í Los Angeles er vinsæll ferðamannastaður.
 Universal Studios skemmtigarðurinn í Los Angeles er vinsæll ferðamannastaður. Getty/Rodin Eckenroth

Alþjóðaólympíunefndin hefur valið leikstað fyrir nýja íþróttagrein á næstu Sumarólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028.

Í fyrsta sinn í sögu Ólympíuleikanna verður keppt í skvassi á næstu leikum.

Skvass er ein af fimm nýjum íþróttagreinum sem koma inn en hinar eru flaggfótbolti, hafnabolti/mjúkbolti, krikket og lacrosse.

Skvassið ætlar að stimpla sig inn með látum því keppnin um fyrsta Ólympíugull greinarinnar mun fara fram í skemmtigarðinum hjá Universal Studios.

Universal Studios er þekktast fyrir að vera kvikmyndaver fyrir margar af Hollywood kvikmyndunum í gegnum tíðina.

Alþjóðaólympíunefndin hefur nú staðfest að Universal Studios fái að hýsa þessa íþróttagrein á leikunum.

Skvassið verður spilað á dómstólstorginu, Courthouse Square, en meðal kvikmynda sem voru teknar upp á því var myndin „Back to the Future“ á níunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×