Lengja opnunartímann aftur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 13:28 Í sumar verður hægt að synda í Laugardalslaug og flestum öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar til klukkan 22 um helgar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09