Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:00 Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest stefna ótrauðir að því að halda gönguna í ár, þrátt fyrir að eiga sektir yfir höfði sér. AP/Anna Szilagyi Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum. Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum.
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira