Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 14:36 Helga Arnardóttir fjölmiðlakona leitar að rangfeðruðum fyrir nýja þætti sína. Hún vill opna umræðuna. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Hún segir rangfeðraða oft upplifa að þeir tilheyri ekki fjölskyldu sinni. Fólk uppgötvi af hverju það er eins og það er þegar það finnur blóðforeldri sín. Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur, ræddi í Bítinu um nýja sjónvarpsþætti sem hún er með í vinnslu og fjalla um rangfeðranir. „Ég er að skoða rangfeðrað fólk og fólk sem kemst að því að það á annan föður, í sumum tilfellum aðra móður og haug af systkinum jafnvel sem koma til sögunnar,“ segir hún um þættina. Helga segir tilkomu lífssýnagagnagrunnsins MyHeritage hafa breytt öllu og gert fólki kleift að rekja uppruna sinn sem hafi þá leitt ýmislegt nýtt í ljós. Margar sögur af fólki fætt fyrir 1975 Rangfeðranir hafi verið mun algengari áður en sett voru lög 1975 sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. Töluverður munur er á fjölda rangfeðraran fyrir og eftir það ár. „Við erum með þeim fyrstu í Vesturheimi sem leyfum þungunarrof, 1935. En það voru rosalega þröng skilyrði að geta komist í þungunarrof og það varð að sjúkdómsgreina konur, sem var alveg gert að einhverju leyti. En konur áttur ekkert greiðan aðgang í þetta úrræði,“ segir Helga. Árið 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðingu ef barn kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs. Það var svo ekki fyrr en 1975 sem lög voru sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. „Þannig að börn sem eru fædd fyrir 1975, það eru margar sögur þaðan,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Íslenskrar erfðagreiningar frá 2020 eru 1,9 prósent íslensku þjóðarinnar rangfeðruð en hlutfallið er þrjú prósent hjá þeim sem eru fæddir fyrir 1970. Fólk vilji ekki varpa skömm á foreldra sína Samkvæmt barnalögum er það réttur barns til að þekkja foreldra sína. „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína,“ segir í þeim. Helga segist alltaf hafa það bakvið eyrað í umfjöllun sinni því yfir málum sem þessu hvílir ákveðin skömm. „Maður skilur það, fólk er viðkvæmt fyrir því að tjá sig um þetta. Fólk er viðkvæmt fyrir því að varpa einhverri skömm á foreldra sína því oft hafa börn komið undir við sérstakar aðstæður, á skemmtunum, í partýum, í ölvun,“ segir Helga Núorðið sé orðið erfiðara að grafa mál djúpt ofan í kistu því það sé „einfaldlega hægt að fá úr því skorið hver þinn uppruni er með lífssýnaprófi á MyHeritage.com,“ segir hún. Helga segist finna fyrir því hve viðkvæmt það er að tala við fólk um þessi mál. Hins vegar sé ánægjulegt að heyra sögur af fólki sem hafi fundið ættmenni sín og því hafi verið tekið með opnum örmum. „Fólki hefur verið tekið bara stundum eins og týnda hlekknum í fjölskyldunni,“ segir hún „En að sjálfsögðu er þetta ekki alltaf þannig og ég hef alveg heyrt dæmi um að fólki sé ekki vel tekið, það sé að reyna að falast eftir einhverjum arfi eða það sé þarna í einhverjum annarlegum hvötum. Allt hafi skýrst við uppgötvunina „Sumir nefnilega hafa upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni, þeir tengja ekki við meintan föður, ná ekki sambandi og eru ekki líkir. Ég veit af konu sem fór í faðernispróf því henni fannst hún ekki vera lík neinum í fjölskyldunni,“ segir Helga. Fólk hafi jafnvel velt því fyrir sér alla ævi að það sé rangfeðrað. „Blóðböndin eru svo sterk og þegar það finnur svo sitt rétta blóðforeldri þá allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt, eða talar svona hátt eða lætur svona illa,“ segir hún. „Hvers kyns hegðun sem stingur í stúf í fjölskyldum en svo finnur það sitt rétta foreldri og þá bara: ,Já, það er þess vegna sem ég er svona breiða kálfa' Þetta er alveg magnað að heyra þessar sögur,“ segir hún. Helga segist enn vera að leita að fleiri sögum þó margir séu opnir með þetta en aðrir vilja ekki smætta mæður sínar, foreldra sína og ekki valda úlfúð. Maður þurfi að fara varlega að fólki. „En þetta er eitthvað sem mig langar að opna umræðuna um. Mig langar að afmá þessa skömm,“ segir Helga. Íslensk erfðagreining Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur, ræddi í Bítinu um nýja sjónvarpsþætti sem hún er með í vinnslu og fjalla um rangfeðranir. „Ég er að skoða rangfeðrað fólk og fólk sem kemst að því að það á annan föður, í sumum tilfellum aðra móður og haug af systkinum jafnvel sem koma til sögunnar,“ segir hún um þættina. Helga segir tilkomu lífssýnagagnagrunnsins MyHeritage hafa breytt öllu og gert fólki kleift að rekja uppruna sinn sem hafi þá leitt ýmislegt nýtt í ljós. Margar sögur af fólki fætt fyrir 1975 Rangfeðranir hafi verið mun algengari áður en sett voru lög 1975 sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. Töluverður munur er á fjölda rangfeðraran fyrir og eftir það ár. „Við erum með þeim fyrstu í Vesturheimi sem leyfum þungunarrof, 1935. En það voru rosalega þröng skilyrði að geta komist í þungunarrof og það varð að sjúkdómsgreina konur, sem var alveg gert að einhverju leyti. En konur áttur ekkert greiðan aðgang í þetta úrræði,“ segir Helga. Árið 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðingu ef barn kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs. Það var svo ekki fyrr en 1975 sem lög voru sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. „Þannig að börn sem eru fædd fyrir 1975, það eru margar sögur þaðan,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Íslenskrar erfðagreiningar frá 2020 eru 1,9 prósent íslensku þjóðarinnar rangfeðruð en hlutfallið er þrjú prósent hjá þeim sem eru fæddir fyrir 1970. Fólk vilji ekki varpa skömm á foreldra sína Samkvæmt barnalögum er það réttur barns til að þekkja foreldra sína. „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína,“ segir í þeim. Helga segist alltaf hafa það bakvið eyrað í umfjöllun sinni því yfir málum sem þessu hvílir ákveðin skömm. „Maður skilur það, fólk er viðkvæmt fyrir því að tjá sig um þetta. Fólk er viðkvæmt fyrir því að varpa einhverri skömm á foreldra sína því oft hafa börn komið undir við sérstakar aðstæður, á skemmtunum, í partýum, í ölvun,“ segir Helga Núorðið sé orðið erfiðara að grafa mál djúpt ofan í kistu því það sé „einfaldlega hægt að fá úr því skorið hver þinn uppruni er með lífssýnaprófi á MyHeritage.com,“ segir hún. Helga segist finna fyrir því hve viðkvæmt það er að tala við fólk um þessi mál. Hins vegar sé ánægjulegt að heyra sögur af fólki sem hafi fundið ættmenni sín og því hafi verið tekið með opnum örmum. „Fólki hefur verið tekið bara stundum eins og týnda hlekknum í fjölskyldunni,“ segir hún „En að sjálfsögðu er þetta ekki alltaf þannig og ég hef alveg heyrt dæmi um að fólki sé ekki vel tekið, það sé að reyna að falast eftir einhverjum arfi eða það sé þarna í einhverjum annarlegum hvötum. Allt hafi skýrst við uppgötvunina „Sumir nefnilega hafa upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni, þeir tengja ekki við meintan föður, ná ekki sambandi og eru ekki líkir. Ég veit af konu sem fór í faðernispróf því henni fannst hún ekki vera lík neinum í fjölskyldunni,“ segir Helga. Fólk hafi jafnvel velt því fyrir sér alla ævi að það sé rangfeðrað. „Blóðböndin eru svo sterk og þegar það finnur svo sitt rétta blóðforeldri þá allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt, eða talar svona hátt eða lætur svona illa,“ segir hún. „Hvers kyns hegðun sem stingur í stúf í fjölskyldum en svo finnur það sitt rétta foreldri og þá bara: ,Já, það er þess vegna sem ég er svona breiða kálfa' Þetta er alveg magnað að heyra þessar sögur,“ segir hún. Helga segist enn vera að leita að fleiri sögum þó margir séu opnir með þetta en aðrir vilja ekki smætta mæður sínar, foreldra sína og ekki valda úlfúð. Maður þurfi að fara varlega að fólki. „En þetta er eitthvað sem mig langar að opna umræðuna um. Mig langar að afmá þessa skömm,“ segir Helga.
Íslensk erfðagreining Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira