Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar 14. apríl 2025 08:30 Svar við opnu bréfi leiðbeinenda kvikmyndadeildar Listaháskólans Ágætu leiðbeinendur í kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands Ég þakka ykkur tilskrifin og fagna því að þið séuð tilbúin að ræða um málefni kvikmyndamenntunar á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli mína að þið skulið ekki minnast á tilefni orða minna. Í langri grein ykkar - sem öll fjallar um hvað þið eruð frábær - þá minnist þið ekki einu orði á samhengið, sem er að starfsgrundvöllur einnar mikilvægustu stofnunar íslensks kvikmyndaiðnaðar síðustu áratuga, Kvikmyndaskóla Íslands, er í bráðahættu. Reyndar minnist þið ekki á skólann einu orði sem verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu. Ekki hvað síst af því öll hafið þið starfað við Kvikmyndaskólann og sum ykkar eruð útskrifuð þaðan. Svo virðist sem þið viljið reyna að sannfæra lesendur með bréfi til mín, að þið séuð rétta fólkið, nánast útvalin, til að sjá um kvikmyndamenntun á Íslandi. Ennþá hefur enginn þó útskrifast úr þessu námi sem þið kynnið, en þið virðist sannfærð um að þið séuð mikilfengleg og engin þörf sé að starfrækja aðra kvikmyndaskóla. Hafa verður í huga að með stofnun þessarar fámennu kvikmyndadeildar við Listaháskólann, þá var námslánarétturinn tekinn af nemendum Kvikmyndaskóla Íslands og þar með rekstrargrundvöllur skólans frá árinu 2003. Þrátt fyrir að niðurstaða óháðs alþjóðlegs sérfræðingahóps hafi staðfest að við Kvikmyndaskólann færi nám á háskólastigi, sem tryggt hefði námslánahæfi á ný, þá hefur ráðuneytum ekki tekist að afgreiða þessa færslu skólans milli skólastiga. Afleiðingin er að fjöldabrottfall varð úr skólanum síðastliðið haust og aftur nú á vormisseri. Tekjumissir af þessu brottfalli, ásamt því að ekki hefur tekist að ná samningum við stjórnvöld um útgreiðslur til skólans af eyrnamerktum fjárlagalið skólans, hefur síðan leitt til gjaldþrotameðferðar Kvikmyndaskólans. Í samhengi ykkar bréfs, þar sem látið er sem Kvikmyndaskóli Íslands sé ekki til, en nafn mitt er notað að því er virðist til eigin upphafningar, þá verður það ekki skilið öðruvísi en þið séuð að boða að hér eftir ætlið þið að sjá um kvikmyndamenntun í landinu, enda hafi Kvikmyndaskóli Íslands verið lagður af. Fyrir aðra Íslendinga, sem þetta lesa, þá vil ég leyfa mér að sýna fram á, að þrátt fyrir sjáfbirgingshátt þessara leiðbeinenda Listaháskóla Íslands, þá er raunveruleikinn sá að samanburður Kvikmyndaskóla Íslands við kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands, er eins og samanburður milli nýtísku kínverskrar hraðlestar og gamals Trabants, Byrjum á Trabantinum: Ekki endilega óspennandi en ekki líklegur til stórræða þó flaggað sé ýmsu. Fyrirfram er líklegast að þetta verði skemmtilegt föndur í stíl við aðrar deildir í sama umhverfi, með fáeinum útskriftum á ári. Þá að kínversku hraðlestinni. Frá því Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 (þegar ég var að vinna við “Bíódaga”) og fram til dagsins í dag, þá hefur íslenskur kvikmyndaiðnaður tífaldast að stærð, bæði hvað varðar fjármunaveltu og ársverk, Síðastlðin 15 ár hefur skólinn skilað með stöðugum og reglubundum hætti að meðaltali 45 útskrifuðum nemendum á ári úr fjórum deildum skólans og kannanir sýna að mjög hátt hlutfall skilar sér í greinina og starfar þar áfram. Útskrifaðir nemendur skólans hafa gengt lykilhlutverki í að byggja upp alvöru kvikmynda- og sjónvarpsiðnað á síðustu árum og eru rétt að byrja. Aðsókn er stöðug og vaxandi frá sífellt fjölgandi listnámsbrautum framhaldsskólanna og "booming" iðnaði. Næstu skref eru að fjölga deildum svo við getum þjónustað betur allrar lykilgreinar. Engin ástæða er til að ætla annað en að kvikmyndagerð verði ein af grunnstoðum íslensks efnahagskerfis í náinni framtíð. Sem er verkefni sem ég hef lagt mína starfsævi í að vinna að. Varðandi nánast dylgjur í grein leiðbeinandanna um að við Kvikmyndaskóla Íslands fari ekki fram listnám og að virk þátttaka Kvikmyndaskólans í alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla sé ekki markverð, þá vil ég segja eftirfararandi. Fyrst um listina sem fulltrúar LHÍ telja sig hafa sérstakan skilning á að kenna: Útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands standast alla mælikvarða (annarrar listaháskólakennslu) um þátttöku í lykilhlutverkum íslenskrar kvikmyndagerðar. Útskrifaðir nemendur voru tilnefndir til, eða unnu, í nánast öllum flokkum síðustu Eddu verðlauna. Síðastliðinn nóvember voru fjórar bíómyndir í almennum sýningum íslenskra kvikmyndahúsa, þar sem leikstjórar voru frá Kvikmyndaskóla Íslands. Afrek sem hvaða kvikmyndaskóli sem er, í hvaða stórborg sem er, væri stoltur af. Ekki er alveg séð hverju kvikmyndadeildar Listaháskólans er hér að bæta við. Hvaða brýnu þörf er hún að svara? Varðandi þátttöku Kvikmyndaskóla Íslands í Cilect, alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla, og hversu markverð hún er, þá má rekja eftirfarandi. Kvikmyndaskóli Íslands sótti um og gekk inn í Cilect samtökin í ferli sem stóð yfir árin 2011 og 2012 þegar Hilmar Oddsson var rektor skólans. Ferillinn gekk út á ítarlega úttekt á starfsmámi skólans, sem framkvæmd var af Nik Powel þáverandi rektor The National Film and Television School in London. Kvikmyndaskólinn hlaut þá “highest recommendation” frá honum. Síðar þurfti Hilmar að að kynna skólann og verk hans á ársfundi samtakanna í Suður-Afríku og svo var aðildin lögð undir atkvæðagreiðslu. Val skólans inn í þessi samtök á sínum tíma var mikill heiður bæði fyrir skólann og íslenskt menntakerfi því ekkert er til sem heitir sjálfvirk inntaka í Cilect. Það er rétt að eftir fimm ár geta skólar byrjað að sækja um aðild, en það er engin sjáfvirkni eins og leiðbeinendur LHÍ láta í veðri vaka. Sjálfur sinnti ég rektorsembætti við skólann 2018 tll 2022 þar sem ég kom meðal annars á samstarfi við Julliard tónlistarháskólann í New York 2021 sem stendur enn (það samstarf eitt og sér ætti að greiða allar götur hér á landi, því heiðurinn er mikill af slíku samstarfi, en það hefur ekki gengið eftir). Varðandi mat á gæðum Kvikmyndaskólans í samanburði við aðra kvikmyndaskóla í heiminum innan Cilect, þá verður að geta þess að innan samtakanna fer fram árleg samkeppni milli útskriftarmynda aðildarskóla sem sannarlega má segja að telji alla bestu kvikmyndaskóla heims, Þegar slík samkeppni er skoðuð yfir 10 ára tímabil, 2015 til 2024, þá kemur í ljós að Kvikmyndaskólinn er í 44. sæti séu allir meðlimir skoðaðir í heild, en í 19. sæti þegar grunnnámsháskólar eru skoðaðir. Sú fullyrðing að Kvikmyndaskóli Íslands sé á meðal bestu kvikmyndaskóla heims á því fyllilega rétt á sér. Þrátt fyrir stóru orðin, eiga Kvikmyndadeild Listaháskólans og þeir sem þar starfa, semsagt alveg eftir að sanna sína stöðu á meðan sannað er að Kvikmyndaskóli Íslands sem, til viðbótar við annað, er einn hagkvæmasti listakóli íslensks skólakerfis, veitir nú þegar hágæða menntun. Ef ætlunin er að byggja árangur sinn á að halda öðrum niðri, þá verður að leiðrétta þá stefnu því hún gagnast engum, og síst samfélaginu. Væri ekki réttara að beina spurningum til stjórnvalda um þá aðför að kvikmyndamenntun í landinu sem hefur verið gerð með því að frysta fjármuni til Kvikmyndaskólans án haldbærra útskýringa. Verður leiðbeinendum Kvikmyndadeildar LHÍ ekki um við að sjá slíka meðferð á kvikmyndamenntun í landinu? Ég bið alla málsmetandi menn að gæta þess vel að farið verði rétt að viðurkenningum og samþykktum á Kvikmyndaskóla Íslands. Og það þarf að bregðast skjótt við. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóriStjórnarmaður KVÍ 2006 - 2017Rektor KVÍ 1917 - 2021Bakhjarl frá 1992 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við opnu bréfi leiðbeinenda kvikmyndadeildar Listaháskólans Ágætu leiðbeinendur í kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands Ég þakka ykkur tilskrifin og fagna því að þið séuð tilbúin að ræða um málefni kvikmyndamenntunar á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli mína að þið skulið ekki minnast á tilefni orða minna. Í langri grein ykkar - sem öll fjallar um hvað þið eruð frábær - þá minnist þið ekki einu orði á samhengið, sem er að starfsgrundvöllur einnar mikilvægustu stofnunar íslensks kvikmyndaiðnaðar síðustu áratuga, Kvikmyndaskóla Íslands, er í bráðahættu. Reyndar minnist þið ekki á skólann einu orði sem verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu. Ekki hvað síst af því öll hafið þið starfað við Kvikmyndaskólann og sum ykkar eruð útskrifuð þaðan. Svo virðist sem þið viljið reyna að sannfæra lesendur með bréfi til mín, að þið séuð rétta fólkið, nánast útvalin, til að sjá um kvikmyndamenntun á Íslandi. Ennþá hefur enginn þó útskrifast úr þessu námi sem þið kynnið, en þið virðist sannfærð um að þið séuð mikilfengleg og engin þörf sé að starfrækja aðra kvikmyndaskóla. Hafa verður í huga að með stofnun þessarar fámennu kvikmyndadeildar við Listaháskólann, þá var námslánarétturinn tekinn af nemendum Kvikmyndaskóla Íslands og þar með rekstrargrundvöllur skólans frá árinu 2003. Þrátt fyrir að niðurstaða óháðs alþjóðlegs sérfræðingahóps hafi staðfest að við Kvikmyndaskólann færi nám á háskólastigi, sem tryggt hefði námslánahæfi á ný, þá hefur ráðuneytum ekki tekist að afgreiða þessa færslu skólans milli skólastiga. Afleiðingin er að fjöldabrottfall varð úr skólanum síðastliðið haust og aftur nú á vormisseri. Tekjumissir af þessu brottfalli, ásamt því að ekki hefur tekist að ná samningum við stjórnvöld um útgreiðslur til skólans af eyrnamerktum fjárlagalið skólans, hefur síðan leitt til gjaldþrotameðferðar Kvikmyndaskólans. Í samhengi ykkar bréfs, þar sem látið er sem Kvikmyndaskóli Íslands sé ekki til, en nafn mitt er notað að því er virðist til eigin upphafningar, þá verður það ekki skilið öðruvísi en þið séuð að boða að hér eftir ætlið þið að sjá um kvikmyndamenntun í landinu, enda hafi Kvikmyndaskóli Íslands verið lagður af. Fyrir aðra Íslendinga, sem þetta lesa, þá vil ég leyfa mér að sýna fram á, að þrátt fyrir sjáfbirgingshátt þessara leiðbeinenda Listaháskóla Íslands, þá er raunveruleikinn sá að samanburður Kvikmyndaskóla Íslands við kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands, er eins og samanburður milli nýtísku kínverskrar hraðlestar og gamals Trabants, Byrjum á Trabantinum: Ekki endilega óspennandi en ekki líklegur til stórræða þó flaggað sé ýmsu. Fyrirfram er líklegast að þetta verði skemmtilegt föndur í stíl við aðrar deildir í sama umhverfi, með fáeinum útskriftum á ári. Þá að kínversku hraðlestinni. Frá því Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 (þegar ég var að vinna við “Bíódaga”) og fram til dagsins í dag, þá hefur íslenskur kvikmyndaiðnaður tífaldast að stærð, bæði hvað varðar fjármunaveltu og ársverk, Síðastlðin 15 ár hefur skólinn skilað með stöðugum og reglubundum hætti að meðaltali 45 útskrifuðum nemendum á ári úr fjórum deildum skólans og kannanir sýna að mjög hátt hlutfall skilar sér í greinina og starfar þar áfram. Útskrifaðir nemendur skólans hafa gengt lykilhlutverki í að byggja upp alvöru kvikmynda- og sjónvarpsiðnað á síðustu árum og eru rétt að byrja. Aðsókn er stöðug og vaxandi frá sífellt fjölgandi listnámsbrautum framhaldsskólanna og "booming" iðnaði. Næstu skref eru að fjölga deildum svo við getum þjónustað betur allrar lykilgreinar. Engin ástæða er til að ætla annað en að kvikmyndagerð verði ein af grunnstoðum íslensks efnahagskerfis í náinni framtíð. Sem er verkefni sem ég hef lagt mína starfsævi í að vinna að. Varðandi nánast dylgjur í grein leiðbeinandanna um að við Kvikmyndaskóla Íslands fari ekki fram listnám og að virk þátttaka Kvikmyndaskólans í alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla sé ekki markverð, þá vil ég segja eftirfararandi. Fyrst um listina sem fulltrúar LHÍ telja sig hafa sérstakan skilning á að kenna: Útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands standast alla mælikvarða (annarrar listaháskólakennslu) um þátttöku í lykilhlutverkum íslenskrar kvikmyndagerðar. Útskrifaðir nemendur voru tilnefndir til, eða unnu, í nánast öllum flokkum síðustu Eddu verðlauna. Síðastliðinn nóvember voru fjórar bíómyndir í almennum sýningum íslenskra kvikmyndahúsa, þar sem leikstjórar voru frá Kvikmyndaskóla Íslands. Afrek sem hvaða kvikmyndaskóli sem er, í hvaða stórborg sem er, væri stoltur af. Ekki er alveg séð hverju kvikmyndadeildar Listaháskólans er hér að bæta við. Hvaða brýnu þörf er hún að svara? Varðandi þátttöku Kvikmyndaskóla Íslands í Cilect, alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla, og hversu markverð hún er, þá má rekja eftirfarandi. Kvikmyndaskóli Íslands sótti um og gekk inn í Cilect samtökin í ferli sem stóð yfir árin 2011 og 2012 þegar Hilmar Oddsson var rektor skólans. Ferillinn gekk út á ítarlega úttekt á starfsmámi skólans, sem framkvæmd var af Nik Powel þáverandi rektor The National Film and Television School in London. Kvikmyndaskólinn hlaut þá “highest recommendation” frá honum. Síðar þurfti Hilmar að að kynna skólann og verk hans á ársfundi samtakanna í Suður-Afríku og svo var aðildin lögð undir atkvæðagreiðslu. Val skólans inn í þessi samtök á sínum tíma var mikill heiður bæði fyrir skólann og íslenskt menntakerfi því ekkert er til sem heitir sjálfvirk inntaka í Cilect. Það er rétt að eftir fimm ár geta skólar byrjað að sækja um aðild, en það er engin sjáfvirkni eins og leiðbeinendur LHÍ láta í veðri vaka. Sjálfur sinnti ég rektorsembætti við skólann 2018 tll 2022 þar sem ég kom meðal annars á samstarfi við Julliard tónlistarháskólann í New York 2021 sem stendur enn (það samstarf eitt og sér ætti að greiða allar götur hér á landi, því heiðurinn er mikill af slíku samstarfi, en það hefur ekki gengið eftir). Varðandi mat á gæðum Kvikmyndaskólans í samanburði við aðra kvikmyndaskóla í heiminum innan Cilect, þá verður að geta þess að innan samtakanna fer fram árleg samkeppni milli útskriftarmynda aðildarskóla sem sannarlega má segja að telji alla bestu kvikmyndaskóla heims, Þegar slík samkeppni er skoðuð yfir 10 ára tímabil, 2015 til 2024, þá kemur í ljós að Kvikmyndaskólinn er í 44. sæti séu allir meðlimir skoðaðir í heild, en í 19. sæti þegar grunnnámsháskólar eru skoðaðir. Sú fullyrðing að Kvikmyndaskóli Íslands sé á meðal bestu kvikmyndaskóla heims á því fyllilega rétt á sér. Þrátt fyrir stóru orðin, eiga Kvikmyndadeild Listaháskólans og þeir sem þar starfa, semsagt alveg eftir að sanna sína stöðu á meðan sannað er að Kvikmyndaskóli Íslands sem, til viðbótar við annað, er einn hagkvæmasti listakóli íslensks skólakerfis, veitir nú þegar hágæða menntun. Ef ætlunin er að byggja árangur sinn á að halda öðrum niðri, þá verður að leiðrétta þá stefnu því hún gagnast engum, og síst samfélaginu. Væri ekki réttara að beina spurningum til stjórnvalda um þá aðför að kvikmyndamenntun í landinu sem hefur verið gerð með því að frysta fjármuni til Kvikmyndaskólans án haldbærra útskýringa. Verður leiðbeinendum Kvikmyndadeildar LHÍ ekki um við að sjá slíka meðferð á kvikmyndamenntun í landinu? Ég bið alla málsmetandi menn að gæta þess vel að farið verði rétt að viðurkenningum og samþykktum á Kvikmyndaskóla Íslands. Og það þarf að bregðast skjótt við. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóriStjórnarmaður KVÍ 2006 - 2017Rektor KVÍ 1917 - 2021Bakhjarl frá 1992
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar