Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2025 15:24 Haraldur Franklín Magnús er ekki sannfærður um að Rory McIlroy takist loks að vinna Masters-mótið í golfi. Vísir/Lýður Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri. McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4. Masters-mótið Golf Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4.
Masters-mótið Golf Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira