Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2025 15:24 Haraldur Franklín Magnús er ekki sannfærður um að Rory McIlroy takist loks að vinna Masters-mótið í golfi. Vísir/Lýður Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri. McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4. Masters-mótið Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4.
Masters-mótið Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira