Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2025 14:04 Hér er dreifarinn frá Fögrusteinum í Hrunamannahreppi, sem sér um að dreifa seyrunni á landgræðslusvæði með mjög góðum árangri. Myndin var tekin síðasta sumar. Aðsend Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira