Kolstad vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 33-19, og einvígið samanlagt með 31 marks mun, 73-42.
Fjórir Íslendingar skoruðu fyrir Kolstad í leiknum í dag auk þess sem markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson kom við sögu.
Sigvaldi Guðjónsson, fyrirliði Kolstad, skoraði fimm mörk, Arnór Snær Óskarsson tvö og Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson sitt markið hvor.
Kolstad varð norskur meistari 2023 og 2024 og getur því unnið titilinn þriðja árið í röð. Enn liggur ekki fyrir hvaða liði Kolstad mætir í undanúrslitunum.