Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 14:07 Mikil ánægja er með nýja samninginn við landeigendurnar á Hallanda í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira